Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 30.08.1902, Qupperneq 3

Æskan - 30.08.1902, Qupperneq 3
ÆSKAN. 87 spyrnti í hóf svo að sprakk við jörðin— sporaði byrgiö í svörðinn. Tindrar i lundinum ljóragler; lúta sjást smalar til berja.-— Hóftungumarkið í miðju er, mannsauga rammara vigi ei sér, vildi hér nokkur í heimi herja, hefðum vér nokkuð að verja? ----Náttúran gripur mig, himinheið. Ilér er sem lúður mig veki. Horfi eg á drenginn við lioggiuu meið, hitti mig sjálfan á barnanna leið, ■öll verður vizkan að æskubreki, oinfeldnin guðdómleg speki. Það sem eg ann ber nú opinn knör úti, inoð vonum og kvíða. —Leiptrar við svipur af sigurför. Syrgjandi fagnandi rek eg mín kjör. Morgun og sumar og mann skal líða. Móðir vor ein á að bíða. X Yolduga fegurð, ó feðrajörð, fölleit íneð smábarn á armi, elski þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þérmenn, viðhverneinasta fjörð. Frjáls skaltu vefja vor bein að barmi. Brosa, með sól yfir hvarmi. Einar Benediktsson Barnið á Yígyellinum. eftir Dcswid tterr. „Heyrið þið! Hvað er orðið af unga .Salamandiinum okkar?" „Hann hlýtur að vera orðinn vitlaus, 'hreint syngjandi vitlaus. Nema þá að hann vilji falla hverju sem tautar." „Hann verður líka drepinn, hvort sem hann langar til þess eða ekki, haidi hann þannig áfram að sækja þangað, þar sem kúluregnið er þéttast." Athugasemdir þessar voru gerðar af nokkrum harmönnum, sem höfðu skotið af byssum sinum á óvinina, og hlóðu þær aft- ur í skyndi, en köstuðu þó öðru hvoru kvíðafullum augum á inann, sem gekk mjög rólega á milli fylkinga hinna tveggja fjandmanna. íJað var líka orð og að sönnu, að hinn ungi „Salamandur" stofnaði sér í hina mestu hættu, án þess nokkur sýnileg ástæða væri fyrir hendi, er réttlætti slíka ofdyrfsku. Annars hét hann Charles Hay (les: tsjarls heí) og var lávarður og foringi í fyrstu ensku herdeildinni. Orustan var háð í Belgíu, og var einhvor hin skæðasta, sem þar hafði verið háð milli Frakka og Englendinga. Frakkneski herinn var í þá daga fremri en her Eng- lendinga, en Englendingar héldu þó vígvelli enn með hinni gömlu seiglu, sem þeim er lagin, og var enn efasamt, hverjir sigra mundu að leikslokum. Einmitt þegar hávaðinn og gauragangur- inn var sem mestur, og kúlurnar dundu sem þéttast, hafði hinn ungi Hay gengið fram úr fylkingum Breta, og beint á móti ó\inunum. Höfðu hermennirnir miklar mætur á honum, og vegna hreysti hans og hve rólegur hann var i skæðustu orust- um höfðu þeir kailað hann „Sálamandur“, vegna þess, að þjóðsögur eru um það, að dýr þetta geti lifað í eldinum. Bliudari fífldyrfsku var ekki hægt að hugsa sér, þvi kúlurnar féllu svo þétt fiá báðum hiiðum, að þær rótuðu svo upp

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.