Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 30.08.1902, Qupperneq 6

Æskan - 30.08.1902, Qupperneq 6
90 ÆSJCAN. um dýrgrip þann, er hann var moð............. slíkt var næstum óþolandi. En alt í einu •datt barninu nokkuð í hug; og telpan þerr- aði tárin af augum sér og fór að íhnga 'það. Það var kynlegt, að henni hafði ekki •dottið það undir eins í hug. Ef hún reyndi nú að ganga til bæjarins? Það var ekki svo langur vegur. Hugsandi var, að móðir hennar fengi ekki að sjá Frank; en hún var sjálf svo litil, svo ef til vill tæki eng- inn eftir henni, og svo gat iíka verið, að sumir þýzku hermennirnir ættu litlar telpur iheima. Hún mundi eftir því, að einn Bajari hafði viijað kyssa hana, af því hún 'var ijóshærð—eins og dæfur þær, sem hann átti heima—, það hljóta fleiri her- nienn að eiga iitlar telpur en hann, og iþeir gátu aumkast yfir hana. Hún fór hijóðlega á fætur, tók papp- írsblað og skrifaði á það við tunglsljós: „Mamma, eg er farin að leita að honum Frank. Gráttu ekki, eg kem bráðum aftur. “ Að svo búnu vafði hún að sér litlu svörtu kápunni sinni svo vel sem hún gat, og íór út i myrkrið og vetrarkuldann að loita ibróður síns. En hvað leiðinlegt rar úti! Það hvein í trjánum af storminum og þau köstuðu iöngum skugguin yfir veginn, sem voru á sífeldu iði. Fjúkið barði svo framan í andlit henni, hún gat naumast komist áfram, og langt í burtu heyrði hún hl.jóð, sem hún kann- aðist því miður of vel við — Það voru fallbyssuskotin, sem dundu í ioftinu. Hún stóð við skjálfandi. Það var að Jík- indum bezt, að hún sneri við og biði, unz •dagaði; en þá hlaut móðir hennar að vakna og hefta för hennar, og þá dó Frank líklega áður hún gæti fundið hann. Nei, hún varð að halda áfram, og hún gekk stöÖugt lengra og lengra. En hvað leiðin var löng! Hún hafði oft farið þennan veg áður, en það var á sumrin, þegar fuglarnir sungu á hveiju tré, loftið var fylt af sætri angan og hún mætti vinum og kunningjum, sem heilsuðu henni vingjarnlega. Nú var alt hljótt og þögult undir snjónum, sem lá sem mjalla- hvítt náklæði yfir jörðinni. Telpunni var ekki heilsað með öðru en hinum hræðilegu dunum í fallbyssum fjandmannanna. Dagur var kominn, kaldur og skugga- logur, þegar Timide kom í nánd við bæinn. Brunnu varðeldar víðsvegar á götunum. Hei'menn þyrptust saman í kring um þá fil þess að verma sig, en það voru ekki frakkneskir hermenn. Gerði Timide sig svo litla sem mögulegt var og hnipraði sig fast upp að múrunum, svo ekki yrði tekið eftir henni. Hún komst að hjúkrunarstaðnum, og lá þar yfir hundrað særðra manna. Frakkneskur foringi lá þai á hálmhrúgu einni, særður til ólífis; hafði læknir litið á hann og ypt síðan öxlum. Nú kærði enginn sig um hann framar; hann varð að liggja og deyja, þar sem hann var kominn, og það hafði meiri þýðingu að bjarga þar sem nokkur lifsvon var. Alt í einu var köld hönd lögð á enni hins deyjandi manns; hann fann koss á vörum sér, og sá í þoku blítt og ástúð- legt andlit frammi fyrir sér. „Timide, Timide, elsku góða systir min! Er það rétt, að það sé þú ? “ Timide gat ekki svarað öðru on að

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.