Æskan

Árgangur

Æskan - 30.08.1902, Síða 8

Æskan - 30.08.1902, Síða 8
92 ÆSKAN. geti komist hérna.“ Hvað vill hann? Hví ihafa svo margir herforingjar þyrpst saman þar sem hermennirnir sváfu? Vilhelm er sagt, hvað við hefir borið. Það er dálítil stúlka, og enginn veit hvað- an hún hefir komið. Félagar hans hafa íundið hana og flutt hana þangað, og nú er hún ef til vill dáin. Litla stúlkan . .. og nýlega dreymdi hann 'Timide! En það er óhugsandi. Það er svo undur, undur langt heim. En nú heyrir hann dauft andvarp, og hann rýkur á fætur, hryndir félögum sín- um frá sér og brýzt fram til foringjanna, fram fyrir óberstinn sjálfan, og hljóðandi fleygir hann sér niður að litlu stúlkunni og segir grátandi: „Það er hún systir mín, ihún systir mín. Feir hafa drepið hana“. Timide sér hann . .. jú, það er hann Vil- helm. En hún furðar sig alls ekki á því; hún var að svífa þangað, þar sem jarðneskt ástand og fjarlægðir hverfa sjónum vorum. Hún sér líka Franz, hann kallar til hennar, og brosir móti henni. Já, hún kemur; en henni finst, að hún eigi nokkuð ógert og ein skylda sé eftir, er henni beri að upp- fylla. Hún getur ekki talað, en hún vildi þó svo gjarnan segja, hvers vegna hún er komin. Loks getur hún stunið upp með allra mestu herkjum: „Þarna......undir kápunni minni fáninn......takið hann!“ Óberstinn hristir höfuðið. „Hún talar í ■óráði." En barnið segir aftur og aftur: „Fáninn!" og bendir á brjóstið. (Frh.) ltáðning reikningsgátunnar í síð. tölubl: 10 tÁeyring- ar, 11 krónupeningar, 9 tveggja krónu peningar. (Fyrst sést, að tíeyringarnir verða að vera annað hvort 10 eða 20; tala þeirra verður að standa á tug, svo rétt geti staðið á krónu. En 20 geta þeir ekki verið, því að með því móti yrðu peningarnir of margir alls. Þeir verða því að vera 10. í>að er 1 króna. f>á vantar 29 krónur, en 20 peninga. Gerumnúfyrst ráð fyrir, að þessir 20 peningar séu allir 2-krónu-peningar. E>að verða 40 krónur, eða 11 krónum of mikið. Verður því að hafa skifti á 2-krónu- peningum og krónu peningum 11 sinnum. Fást með því móti 11 krónupeningar en .9 tveggja-krónu- peningar.) cP&sRan óskar eftir að fá sendar fallegar íslenzkar smásögur, við barnahæfi, t. d. sögur af sæmdarmönnum og sæmdarkonum, æsku- sögur merkra íslenzkra manna, sögur af hreystivex-kum og svaðilförum. Bindindis- sögur, þjóðsögur, sem enn eru í minni, skritlur, dýrasögur og fleira. Gleymið ekki að boi-ga „Æskuna". „JEskan" kemur út tvisvar í mánuði, og auk þess jólablað (skrautprentað moð myndumi, 25 tölublöð alls. ICostar í lteykjavík 1 kr., úti um land kr. 1,20. Borgist í Apríl mánuði ár hvert. Sölulaun Vsi gefin af minst 3 eint. Afgreiðsia blaðsins er í Vesturgötu 21. j/tjf' Úrsagnir úr „Æskunni,11 skriflegar bundnar rið árgangamót, (1 okt.), ógildar nema komnar séu til afgreiðslumanns fyrir 1. ágúst. Aldar-prontemiðja. Pappírinn frá J6ni Ólafesyni.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.