Æskan

Árgangur

Æskan - 21.02.1903, Síða 4

Æskan - 21.02.1903, Síða 4
40 ÆSK AN. Áður en hann dó, bað hann um að setja á legstein sinn þessi orð: „Hér hvíla spjöldin af gamalli bók, sem blöðin eru rifln úr. En hún mun koma út aftur, endurskoðuð og aukin eftir höfundinn." Hver haldið þið að „höfundurinn" hafl verið? petta eru helztu æfiatriði Benjamíns Franklíns. Oss þykir mikið til hans koma, vér dá- umst að honum, metum hann mikils og óskum, að vér gætum líkst honum. En eitt er þó enn ótalið af þvi, sem teija má honum til gildis: Hann var hindiiidismaður. Einmitt, þess vegna virðum vér bindindis- menn hann enn meira, og einmitt það átti líka mikinn þátt í því, að hann varð svo frægur maður. Eins og áður er á vikið, var hann van- ur að hugsa ait út í yztu æsar til að kom- ast að réttri niðurstöðu. Á meðan hann var í prentsmiðjunni hjá bróður sínum, var hann oft að hugsa um, hvaða gagn gæti verið í því að drekka á- fengi. Prentararnir drukku öl með morgun- matnum; en Franklín komst brátt að þeirri niðurstöðu, að hann væri ekki eins vel lag- aður til að vinna á eftir morgunmatnum og við hefði mátt búast. Hugsunin var ekki eins ljós, og honum fanst hann vera fjörminni. Ekki gat þetta verið matnum að kenna, og þá hugsaði hann að ölið hlyti að vera orsök í því. Vér verðum nú að gæta þess, að á þeim tímum voru engin bindindisfélög til og eng- um kom þá til hugar að halda fyrirlestra um skaösemi áfengisins. Allir álitu áfeng- ið nauðsynlegt og ómissandi. En Franklín komst á gagnstæða skoðun,. og auk þess vildi hann spara til þess að geta keypt bækur. Hann drakk því eitt glas af vatni með' morgunmatnum, en félagar hans drukku hálfan pott af öli hver. Peir hæddust a& honum og kölluðu hann „ameríkska vatns- jurt. “ En hann færði þeim heim sanninn um það, að vatnið væri hollasti drykkur- inn bæði t'yrir líkamann, sálina og peninga- budduna. Hann var afkastameiri en þeir, fljótari að „setja“ i prentsmiðjunni og sterkari. í æfisögu sinni segir liann: „Eg drakk ekki annað en vatn. Ilinir prentararnir, kringum 50, voru mestu öl- svelgir. Eg gat borið í annari hendi það, sem hinir þurftu að bera í báðum. Peir urðu hissa, er þeir urðu þess varir, að „ame- ríkska vatnsjurtin" var sterkari en þeir, sem ölið drukku. Eg reyndi að sannfæra þá, um, að næringin, sem líkaminn fengi í öl- inu, væri ekki nema að eins byggið, sem það væri búið til úr. Eg sagði, að meira mjöl væri í einu 7-aura-hveitibrauði, og að þeir hofðu betra af að eta það og drekka- hálfan pott aí vatni með, heldur en að drekka hálfan pott af öli.“ En þeir trúðu honum ekki, heldur hædd- ust að honum. Það hefðu þeir þó ekki átt að gera. Pví að flestir þeirra urðu fátæklingar alla æfi og sumir blásnauðir, en Franklín varð lærð- ur, frægur og auðugur maður, af því að hann sparaði bæði mat og svefn til að geta lesið og lært, og af því að hann sparaði

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.