Æskan - 31.03.1903, Blaðsíða 5
ÆSK AN.
49
ferðar, en þó varð ekki komist á stað fyr
en undir hádegi. Fylgdu þau afl og amma
frændum sínum áleiðis til næsta bæjar, en
þar var skilið með mestu kærleikum.
Sigga og Laugi hafa eflaust komist heim
með heilu og höldnu, því þau urðu æfa-
gömul, og var Laugi kallaður sæmdarmaður
en Sigga sómakona. En það mundu þau
fram í andlátið, þegar þau höfðu í fyrsta
sinni verið í heimsókn hjá afa og ömmu.
Hefndin.
Fyrirtveimur öldum var ástand fátæklinga
á íslandi einatt bágbornara en það er nú.
Þá var oft hart í ári og áttu margir við
þröngan kost að búa. Meðal þeirra var
ekkja ein fátæk. Átti hún 5 börn, sem
ekkert lá fyrir annað en sveitin. Var það
alt annað en gleðileg tilhugsun, því að al-
títt var, að börn voru látin fara á húsgang,
er þau voru orðin 10 ára gömul. En um
það tjáði eigi að fást, þar sem efnin voru
engin og óhugsandi að ekkjan gæti haft
ofan af fyrir allri ómegð sinni.
Eizta barn ekkjunnar var 10 eða 11 ára
gamall piltur. Var honum mjög nauðugt
að skilja við móður sína; en það varð þó
svo að vera, því að hún mat meira að hafa
yngsta barn sitt með sér, og kom hún sér
í vist með það. fótt henni að vísu væru
öli börnin jafnkær, var henni þó sérstaklega
umhugað um að vel færi um það yngsta.
Af hinum börnunum var þremur komið
fyrir á bæjum þarí sveitinni; en elzti dreng-
urinn var látinn fara á húsgang. Átti hann
að fara bæja milli um sveitina og dvelja
aðeins 3 daga og 3 nætur á hverjum bæ..
Því miður varð honum ekki alstaðar vel
til gistingarstaða þennan stutta tíma. Pótt-
ákveðið væri, að hann ætti að fá sama-
fæði sem heimamenn, var því ekki nærri
alt af hlýtt, og aðbúð sú, er hann átti að
sæta, var víða mjög lakleg.
Minnistæðast var honum jólakvöld eitt,.
er hann kom í vondu veðri á eitt ríkasta.
heimilið i sveitinni. Skömmu eftir að hann
bar þar að garði, fór bóndi að skamtajóla-
kjötið; en það var þá venja í sveitum, að-
bændur skömtuðu hangikjötið á jólunum.
Vonaðist drengurinn eftir, að hann mundi
fá sinn skamt sem aðrir; en sú von brást.
Sat hann mi þar sem hann var kominn,.
votur og svangur, og var sem enginn veitti
honum efiirtekt. Skemtun var lítil á heim-
ilinu; en þó voru heimamenn allir glaðari
í bragði en venja var til. En engum hug-
kvæmdist að hlynna neitt að þessum vesæl-
ings einstæðingi eða stuðla að því að hann ■.
gæti notið jólagleðinnar eins og aðrir, og var
hann þó alstaðar vel kyntur, því að hann
var stiltur, siðprúður og hrekkjalaus; en
þann vitnisburð áttu ekki allir slíkir um-
renningar skilið. Pegar fólk fór að hátta
um kvöldið, var honum einnig visað til
hvílu í flet-i einu, og snemma næsta morgun.
bjóst hann til farar. Kendi þá ein af vinnu-
konunum svo í brjósti um hann, að hún.
gaf honurn dálítinn matarbita af því, er
henni hafði verið skamtað kvöldið áður,,
og lagði hann síðan af stað tii næsta bæjar..
Þogar drengur þessi þroskaðist, varð hann
stiltur og reglusamur maður; varð hann
ailvel efnaður og kvæntist myndarlegri
bóndadóttur. Voru þau hjón álitin atkvæða-
mestu og heiðvirðustu hjón í sveit sinni..