Æskan

Árgangur

Æskan - 31.03.1903, Blaðsíða 7

Æskan - 31.03.1903, Blaðsíða 7
ÆSK AN. 51 Væri hann lokaður inni skreið hanu út upp um reykháfinn, og væri hann lokaður úti, skreið hann aftur á móti inn um reyk- háfinn. Hvernig í dauðanum átti að fara með hann? Pað var hvorki hægt að halda honum úti eða inni, og var því afráðið, að gefa hann í burtu. En nú var Luks orðinn of vel þektur, svo það var enginn, sem vildi eiga hann. Og það hafði ekki kornið fyrir nokkurn mann áður, að enginn vildi taka við gjöf. Jafnvel þrællinn, sem hafði strokið úr vistinni, brosti aðeins, þegar honurn var boðinn þessi gamli vinur hans, og kvartaði yfir því, að hann mundi ekki hafa nægar hnetur handa honum. Pví var farið að hugsa um, að Luks mundi geta haft ofan af fyrir sér úti i skóg- inum, og var afráðið, að senda hóp af drengj- um í þorpinu með hann út i skóg síðdegis á laugardegi. En það hefði verið engu örðugra að koma bréfdúfu af sér. Hvert sem drengirnir fóru, var apinn á eftir þeim. Þegar þeir hlupu, hljóp hann á eftir þeim, og þegar þeir komu loks heim dauðþreyttir, sáu þeir, að Luks var að gera gys að þeim uppi á kirkjumæninum. Nóttina eftir kom fyrir það versta, sem nokkru sinni hafði borið við. Þegar kirkju- fólkið kom til morgunmessunnar var ekki ein einasta sálmabólc í allri kirkjunni. Þvi ein- hver hafði verið þar inni, sem hafði notað þær til þess, að kasta þeim í prédikunar- stólinn. Sessui nar úr stólunum voru rifnar í sundur; rennigluggat.jöldin voru öll rifin í hengla, og meira að segja búið að draga tvö registur út úr orgelinu. Að guðsþjón- ustunni liðinni héltkristniboðinnfund. Aðeins fáir voru á fundinum, en hann stóð yfir hálfa aðra klukkustund, og enginn fékk að- vita, hverju þar hafði verið stungið upp á,. og hvað þar hafði verið samþykt, nema þeir,. sem við voru staddir. En eini árangurinn af þessum leynifundi var sá, að vart varð ■ við, að báti var hrundið á flot um miðnætti. Og í bátnum voru aðeins tveir, annar stærrh og hann réri, en hinn var aðeins eins og dálítill drengur að stærð. 2. kapítuli. Skipið Vulkan lá fyrir akkerum langt frá landi og var ekki komin dögun áður sjómaður sá, sem var á verði, varð var við eitthvert undarlegt þrusk aftur á skipinu. Sjómaðurinn gekk á hljóðið, og má nærri geta, hvort honum hefir ekki brugðið i brún, er hann sá apa, óhreinan og rennandi blaut- an vera að nudda sig upp við boldangs- hrúgu, er var á þilfarinu. Var auðséð, að dýrið hafði verið lengi í sjónum, og var nú að reyna að verma í sjer blóðið eftir þetta kalda bað. Sjómaðurinn var brjóstgóður og gaf apan- um tvær tvibökur og dálítið „grog“ til þess að koma fjöri í hann. Og það varð líka sannast að segja, að hann fékk fjörið. f>ví ekki voru liðnar margar stundir, áður Luks var orðinn hæstráðandi á skipinu. Tíminn mundi ekki endast, ætti eg að segja frá öllum þeim hrekkjabrögðum, er hann framdi. En hvað gat það þá verið, sem hlífði honum fyrir lífshættu þeirri, sem ávalt vofði yfir honum? Það var hve á- kaflega hann var uppfindingasamur. Til- tæki hans voru jafnan hlægileg, og á hverj- um einasta degi fann hann upp á einhverj. um nýjum galsa, og úti á skipum þykir jafnan gaman að öllum nýjungum. Sjó- mennirnir höfðu ekki mikið að skemta sér

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.