Æskan

Årgang

Æskan - 31.03.1903, Side 6

Æskan - 31.03.1903, Side 6
BO ÆSKAN. Jólakvöld eitt bar svo við, að gamlan íörumann bar að garði hjá þeim; beiddist hann gistingar og var því vel tekið. Um kvöldið spurði bóndi komumann að heiti ■ og sagði hann hið sanna. Komst þá bóndi að því, að hér var kominn sá hinn sami maður, er hann hafði hlotið versta gisting- nna hjá forðum. Hafði bóndi lengi ekkert af honum frétt, því að hann bjó nú í öðrum landsfjórðungi en þeim, er hann hafði alist upp í. Lét hann fyrst um sinn eigi upp- skátt að hann bæri kensl á komumann, ■og spurði hann alt um hagi hans, og skýrði komumaður frá, að hann hefði fyrrum verið vel efnaður, en síðar orðið fyrir ýmsum •óhöppum, orðið félaus og komist á flakk. Um kvöldið kom húsfreyja inn með jóla- kjötið og bjóst til að skamta. En bóndi bað hana, að láta sig skamta í kvöld, og gerði hún það. Skamtaði hann komumanni sem öðrum og mælti um leið, að eigi gæti hann fengið af sér að fara með hann eins og hann hefði farið með sig fyrrum og sagði nú upp alla sögu í áheyrn heimilis- fólksins. Kannaðist karl við söguna, og setti þá að honum ákafan grát. Kvaðst hann alla æfi hafa séð eftir þessu og bað 'bónda innilega fyrirgefningar. Yar bóndi fús til að veita hana, en kvað þó það jólakvöld hafa verið þá leiðinlegustu stund, er hann hefði lifað, og líkt því hefði verið annað kvöld, er honum hefði verið úthýst á öðrum bæ. En nú væri þess eigi framar að minnast, því að guð hefði nú bætt sér það böl með margfaldri blessun, sem hann teldi sér skylt að nota vel til að bæta úr skorti þeirra, er lík kjör ættu við að búa, eins og hann á uppvaxtarárunum. V. I. S. Apinn sem ómögulegt var að drepa. eftir Henry Drummond. 1. kapítuli. Þið vitið auðvitað, að til eru margs kon- ar apar, en nú skuluð þið fá að heyra um einn apa, sem var svo lífseigur, að hartnær mátti kalla hann ódauðlegan. Apar eru fólki vanalega til skemtunar, en eg vil ekki fuilyrða, að þessi api væri til mikils gamans, því hvar sem hann kom olli hann reiði og gremju, og var hreint og beint meistari í því að vera öðrum til skap- raunar. í fyrsta sinn sem eg heyrði talað um apa þennan, var hann hjá kristniboða, sem hafði fengið hann hjá þræi, er hiaupið hafði úr vistinni. En það er ógjörningur að segja frá því, hve oft apinn hafði verið í lífshættu áður hann kom til kristniboðans. Það var auðséð á honum, að hann hafði haft það ilt um dagana; hann hafði fá hár eftir á kroppnum, stórt og ljótt ör á höfðinu og annað eyrað var mjög ilia til reika. En börnin voru himinlifandi yfir honum, og af því að vel var farið með hann, hrestist hann smám saman, og varð jafn ærsla- fullur og áður. Börnin vildu láta skíra hann „Jakob,“ en hann hafði slík ólæti og gerði svo margar brellur, að auðséð var, að það var aðeins eitt nafn, sem átti við hann, og það var að hann væri kallaður Luks. Það var engan frið að hafa á heimilinu eftir að Luks var kominn þangað. Hann át alt, velti öllu um koll, reif alt í sundur, stal öllu og gerði alt, sem api má ekki gera.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.