Æskan

Árgangur

Æskan - 30.04.1903, Síða 2

Æskan - 30.04.1903, Síða 2
54 ÆSKAN. Yondi konung’urinn. [Eftir H. C. Andersen,] IOinu sinni var vondur og drambsamur konungur, sem um ekkert annað hugsaði en að vinna undir sig öll ríki veraldarinnar og láta aðra óttast sig. Hann fór um löndin með báli og brandi, hermenn hans eyðilögðu kornið á ökrunum, þeir kveiktu í bænda- býlunum, svo að eldtungurnar blóðrauðar sleiktu blöðin af trjánum og ávextirnir hóngu steiktir á svöi'tum og sviðnum greinunum. Veslings mæðurnar fálu sig bak við bruna- rústirnar með nakin brjóstbörnin; hermenn- irnir leituðu þeirra, og ef þeir fundu þær og börnin, þá brann þeim í brjósti djöfulleg gleði; illu andarnir hefðu ekki getað verið verri en þeir voru. En konunginum fanst alt þetta eðiilegt. Vald hans óx með degi hverjum, allir óttuðust nafn hans og ham- ingjan fyigdi honum, hvað sem hann tók sór fyrir hendur. Frá herteknum borgum flutti hann gull og gersemar, og í höll hans var svo mikill auður saman kominn, að slíkur fanst hvergi í víðri veröld. Hann iét reisa skrautlegar hallir, kirkjur og súlna- göng, og allir, sem sáu þessa dýrð, hrópuðu frá sér numdir: „Hvílík vegsemd!“ Þeir hugsuðu ekki um alla þá eymd, sem hann hafði leitt yfir löndin; þeir heyrðu ekki grátirm og kveinstafina, sem ómuðu frá borgunum, er hann hafði brent. Konungurinn leit yfir auðæfi sín og hinar mörgu reisulegu byggingar, og þá hugsaði hann sem aðrir: „Hvílík vegsemd! En eg vil meira! Miklu meira! Enginn má vera eins voidugur og eg, því síður voldugri!" Svo fór hann í stríð við alla nágranna sína og vann sigur á þeim öllum. Hann lét binda hina sigruðu konunga með gullfestum við vagn sinn, er hann ók gegnum borgina, og þegar hann sat til borðs, lét hann þá liggja fyrir fótum sér og hirðmanna sinnar og hirða brauðmolana, sem fleygt var til þeirra. Nú lét konungur reisa líkneski sitt á torg- um og í höllum, og vildi jafnvel láta reisa það í kirkjunum frammifyrir altari drottins, En prestarnir sögðu: „Konungur! Þú er mikill og voldugur, en guð er meiri. Vér þorum það ekki.“ „Jæja,;‘ sagði vondi konungurinn, „þá yfirvinn eg guð líka,og svo var drambsomi hans og heimska mikil, að hann lét byggja haglega gert skip, er hann gæti farið með um himingeiminn. Það var til að sjá sem stól á páfugli, með þúsund augum, en hvert auga var reyndar byssukjaftur. Konungur- inn sat miðskipa, og þurfti hann ekki annað en að þrýsta á dálitla fjöður, og þutu. þá þúsund kúlur út úr byssukjöftunum, en byss- urnar voru jafnskjótt hlaðnar sem áður. Hundrað sterkum örnum var beitt fyrir skipið, og flugu þeir með það á leið mót sólunni. Jörðin iá langt fyrir neðan. Fyrst varhún,með öfiumsínum fjöllum ogskógum, til að sjá sem plægður akur, þar sem gras- svörðurinn gægist fram í stöku stað innan um brúna moldina; svo, þegar hærra var komið, var hún að sjá sem landabréf, og loks huldist hún í þoku og skýum. Ernirnir flugu hærra og hærra. Pá útsendi guð einn af sínum ótölulegu englum, en vondi konungurinn sendi þúsund kúlur móti hon- um. En kúlurnar hrukku sem haglél til baka aftur frá vængjum engilsins, og einn blóðdropi, að eins einn einasti, draup undan

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.