Æskan

Årgang

Æskan - 30.04.1903, Side 4

Æskan - 30.04.1903, Side 4
56 ÆSK AN. það var úr silfri. „Ó, hvað hann er íallegur!" hvíslaði snúningatelpan litla. „Hvað hann er fallegur!" Hvorki hún né aðrir tóku neitt eftir því, að hún var sjálf falleg. Hún var ekki annað en snúningatelpa, og það gildir einu, hvort snúningatelpur eru fallegar eða ekki. Það er alt annað mál með kong- ungabörn. En herbergisþernan íhöllinni grét beiskum tárum yfir kongssyninum, því hann var ekki góður kongssonur. Kongssonurinn litli vildi ekki láta þvo sér. „Elsku-væni kongssonur,* sagði herbergis- þernan, „komdu nú og lofaðu mér að þvo þér; þá ertu vænn. Bara ókköp lítið.“ Það átti að vera svo vinalegt að segja „ókköp Jítið" í staðinn fyrir „ósköp lítið.“ En kongssonurinn var ófáanlegur til að láta undan. Hann hljóp með kolsvart nefið inn í svefnherbergið og æpti hástöfum, að her- bergisþernan ætlaði að myrða sig. Drotningin kom hlaupandi inn, og kong- urinn kom strax á eftir í regnkápu og með klossa á fótunum. Hann hafði verið úti í hesthúsi, og húðarigning var úti. „Hvað er að þér, elsku litli kongssonurinn minn?“ sagði drotningin. Hún tók hann í kjöltu sina og fór að þurka af honum tárin með svuntunni sinni. „Það er ótætis herbergisþernan, sem ætlar að myrða mig með votu handklæði," æpti kongssonurinn og sparkaði frá sér með öllum öngum. „Myrða þig!“ hljóðaði drotningin upp óttaslegin. „Heyrirðu það, hátign? Her- bergisþernan ætlar að myrða son okkar með votu handklæði." „Það er óttalegt," sagði kongurinn. „Það er hegningarvert.“ Svo kallaði hann á tvo vinnúmenn og skipaði þeim að taka herbergisþernuna fasta og loka hana inni í kjallaranum undir höll- inni, þar sem hvorki komst inn sólskin né tunglsljós, og þar sem engin lifandi vera var nema nokkrar gamlar pöddur með gul augu. Þarna varð hún nú að sitja langa- lengi í myrkrinu, skjálfandi af kulda og ótta. II. Nú er þess að geta, að þar var þá í landinu dís ein, og skemti hún sér stundum við að- byggja hallir og borgir hátt uppi í loftinu, þar sem enginn maður fékk nálægt komist. Dis þessi lifir enn í dag, og heitir Fata Morgana. Hana langaði til að kynnast kongssyninum litla dálítið, tók sér því gervi sem herbergisþerna, bauð þjónustu sína í konungshöllinni og var því þegar vel tekið. Dísinni leizt vel á kongssoninn. En óþægur var hann sem áður; hann vildi ekki láta þvo sér, heldur vera með kolsvart nefið' allan daginn. fað var engin mynd á því.. „Sæktu fyrir mig þvottaskálina," sagði dísin við snúningatelpuna. „Nei, nei!“ öskraði kongssonurinn og stappaði i gólfið. „Eg vil það ekki!“ Svo tók hann silfursverðið sitt og sló litlu stúlkuna í höfuðið, svo að hún fór að gráta. „Þú ert slæmur kongssonur,* sagði dísiu alvarlega. „Þú vilt þó víst ekki vera sá. grís að ganga stöðugt með svart nef?“ „Eg vil ekki láta þvo mér,“ grenjaði kongssonurinn. „Eg vil láta setja þig niður í kjallarann hjá hinni herbergisþernunni; svo geturðu setið þar og skemt þér.“ Svo fór hann að æpa og orga svo hátt,.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.