Æskan - 01.06.1904, Side 4
72
Smáveg’ie.
Á héraðsfundi í sveit einni stóð einn
fundarmanna upp og sagöi:
,,Herrar minir! nú höfum vér um
langan aldur sent fábjána vora og brjálaða
menn á vitfirringaspítalann í höfuðborg-
inni, og hefur það kostað oss öll ókjör,
en nú hef eg þau gleðitiðindi að færa,
að vór höfum nú innanhóraðs bygt vitlausra-
spítala handa sjálfum oss“.
Hér hætti hann alt í einu að tala og
leit vandræðalega í kring um sig, þvi hann
gat ekki skilið í, hvers vegna aliir fundar-
menn veltust um að hlæja.
Anna (við systur sina): heyrðu Sigga,
það er einhver ókunnugur kominn.
Sigga: Svo! Afhverju veiztu það?
Anna: Jeg heyrði að pabbi sagði: „Elsk-
an mín!“ við hana mömmu.
Talgáta.
1. 4. 2.
Hrafni dýrmætt þykir þing
þykir enda flestum
2. 3. 5.
Hornsteinn fyrir hagyrðing
1. 2. 3. 4. 5.
Heiti á mörgum prestum.
I. iv. r.
*
|gl£arnir.
(Eftir L Tíeck).
„Hvar er hún María okkar, telpuhnokk-
inn litli ?“ spurði faðirinn.
„Hún er að leika sór við soninn hans
nábúa okkar, þarna úti á grænu flötunni",
svaraði móðirin.
„Bara að þau hlaupi ekki eitthvað i gön-
ur“, mælti faðirinn áhyggjufullur, „þau
eru svo ógætin",
Móðirin fór nú eftir börnunum og færði
þeim miðaftans-getuna þeirra um leið.
„Það er heitt“, sagði drengurírn ogiitla
stúlkan seildist áfeigjulega eftir kirsiberj-
unum rauðu. „Farið þið varlega, börn!“
mælti móðirin „hlaupið ekki oflangt frá
húsinu eða inn í skóginn; við pabbi ætlum
út á akrana ogengið". Andres litli, — svo
hét drengurinn, — svaraði: „Vertu bara ó-
hrædd, því ekki förum við inn i skóginn,
við sitjum hérna kyr hjá húsinu þar sem
menn eru í nánd“.
Móðirin fór inn og kom fijótt út aftur
með manni sínum. Þau læstu aftur hús-
inu, fóru svo til vinnumannanna út á akur
og til þeirra, sem við heyvinnu voru á
enginu. Hús þeirra hjóna stóð á lítilli
grænni hæð með snotuiri rimlagirðingu
umhverfis, og innan hennar var einnig á-
vaxta- og blómstragarður þeirra; þorpið
lá niðrí slakka og hinu megin við það
gnæfði greifahöllin. Marteinn bóndi hafði
til ábúðar stórjörð þá, er iá undir greifa-
höllina, og bjó þar góðu búi með konu
sinni og elnkabarni og undi vel hag sín-
um, því honum græddist fó á ári hverju