Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1904, Page 5

Æskan - 01.06.1904, Page 5
78 og var hann í þeim vændum að verða vel fjáður, með þvi að jörðin var arðsöm og greiiinn alls ekki harðdrægur iandsdrottinn. Nú er hann var á leiðinni með konu sinni til að iíta yflr merkur sínar, horfði hann glaður i kring um sig og mælti: „Heldur en ekki er munur á sveitinni þeirri arna, Birgitta mín! eða sveitinni hinni þar sem við bjuggum áðui. Hór er svo grænt, þorpið ijómandi fagurt yflr að líta með þéttsett- um ávaxtatrjám, grundirnar fullar af fögrum jurtum og blómum, húsin öli hreinleg og hýrleg, já, mór sýnist skógur- inn hérna fallegri og himininn blárri, og svo langt sem auga eygir, er yndi að horfa á alla frjósemina og örlæti náttúr- unnar“. „Nema hinu megin við fljótið“, svaraði Birgitta, „því þegar þangað kemur, er eins og maður sé kominn í annað land; alt er þar svo þurt og ófrjótt. En um hitt ljúka allir ferðamenn upp sama munni, að livergi hér nærlendis sé eins fallegt og í þorp- inu okkar“. „Já, þegar undanskilin er greniskógar- lágin“, segir Marteinn, „líttu bara þangað, hvað þessi eini afskeki blettur er dapur- legur þar sem alt annað umhverfis er svo vinalegt; kofinn sótugur að baka til við dimmleit grenitrén, fjárhúsin hálffallin og lækurinn eitthvað svo ömurlegur, sem renn- ur þar fram hjá“. „Satterþað", mælti konan, „að þegar mað- ur nálgast þennan stað, þá kemur í mann einhver ógleði og beigur, sem maður getur ekki gert sér sjálfum grein fyrir. Hvaða fólk skyldi það annars vera, sem býr þar, og livað skyldi því koma til að sneiða sig hjá öðru fólki í bygðarlaginu, alveg eins og það hefði ekki sem besta samvizku". „Það er trantara ]ýður“,svaraði bóndinn, „og að öllum líkindum Sígaunar*), sem fara rænandi og svikjandi um fjarlægar bygðir og hafa hór ef til vill fylgsni sitt. Það gengur yflr mig að greiflnn, landsdrottinn okkar, skuli líða þeim að vera hér“. „En hugsast gæti þó“, sagði konan í viðkvæmnislegum rómi „að þetta væri fá- fækt fólk, sem blygðaðist sín fyrir fátækt sína, því ekki heflr það ílt gert svo menn viti; en eitthvað er það grunsamt, að aldrei fer það í kirkju, og ekki vita menn heldur, af hverju það lifir, því óhugsandi er, að það hafi nóg fyrir sig af þessum litla garði sínum, sem þess utan er í ó- rækt, en aðra jörð hefir það enga“. „Guð má vita", mælti Marteinn, er þau gengu áleiðis, „hvað það tekur sér fyrir hendur; enginn maður kemur til þess og það er eins og bannfæring og álögur hvíli yfir staðnum þar sem það býr, svo að enda bíræfnustu strákar viija ekki eiga undir að fara þangað“. Meðan þau voru að tala þetta saman, bar þau út á akurinn. Þessi skuggalegi staður, sem þau átt.u við, lá afsíðis frá þorpinu. Þar var lág ein, sem grenitró *) Sígaunar. flökkulólk, uppliaflega ættað frá Asíu, sem liflr■ fyrir utan alla félagsreglu, og hefir aldrei neinni eiðmenningu tekið. Hyggja menn að þcir liafi flæmzt til Norðurálfunnar á 14. öld; þeir eru svarthærðir og gulbrúnir á hörundslit, lialda mest til i tjöldum og skógum, því frolsi og sjáifræði er þeim fyrir öllu, og iiafast við sumpart á léttri handavinnu, bangarasmíði, prangi o. b. frv., sumpart á þjófnaði og ýmsum óknytt- um.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.