Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 2

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 2
1 10 (Niðurl.). Nú gáði María ekki að sér af því hún var reið og lét til leiðast að segja honum sögu sina, að því fyrir skildu, að hann segði engum aftur. Honum þótti sagan ótrúleg og því ótrúlegri, sem hún sagði lengur og hristi hann höfuðið með storkunar svip. Þá tók hún hann við hönd sór og leiddi hann inn í herbergíð, sem fyr var á minzt, og nú sór hann þaðan álfbarnið skínandi fagurt vera að leika sér við sjálfs hans barn. Hann varð stein- hissa og kallaði upp, en Serína hóf upp augun, varð alt í einu náföl og hríðskalf, og nú bandaði hún hendinni ekki vinalega, heldur reiðulega og ógnandi og sagði við Álfríði: „Þú getur ekki að þessu gert, elsku hjartað mitt! en svona eru mann- eskjurnar, þær Jæra aldrei að fara hyggi- lega að ráði sínu, hvað skynsamar sem þær þykjast vera“. Að svo mæltu faðm- aði hún Álfríði í óða flýti og flaug síðan í hrafnslíki með háu garghljóði yfir garð- inn og beina leið tíl grenitrjánna. Um kvöldið var Álfríður litla þegjanda- leg og kysti rósina grátandi, María var kvíðafull og Andres fátalaður. Alt í einu fór að hvína og þjóta í trjánum, fuglarnir flugu til og frá með angistar-kvaki, ski'uggu- dunur heyrðust og kveinhljóð ómuðu í lofti. Þau María og Andres áræddu ekki að fara á fætur; þau byrgðu sig í rúmfötun- um og biðu dagkomunnar með ugg og ótta. Undir morguninn var ósköpum þess- um slotað^og kyrð á öllu, þegar sólin rann upp undan skógbrúninni. Andres klæddi sig nú, en Maríu varð litið á steininn í hringnum, sem hún bar á hendi og sá þá að hann hafði tapað lit og ijóma. Þegai þau luku upp dyrunum, skein sólin í andlit þeim, en iandsplássið var svo umbreytt að þau þektu það varla aftur. Skógurinn hafði rnist sína fagur- grænu glitprýði, hæðirnar höfðu sigið og lækkað og lækirnir sitruðu áfram með litlu vatni. Himininn sýndist gráleitur og þegar iitið var yfir til grenitrjánna, þá voru þau ekki dimmleitari eða þústlegri en hin trén. Kofarnir að baka til við þau voru ekki vitund fælulegri, og komu nú ýmsir af þorpsbúum og sögðu frá hin- um undarlegu tilburðum um nóttina. Kváðust þeir hafa gengið yflr húsagarðs- svæðið, þar sem Sígaunarnir liöfðu búið; þeir hlytu nú að vera farnir, því kofarnir stæðu eftir tómir, og væri viðlíka umhorfs inni í þeim eins og í híbýlum annara fá- tæklinga. Áifríður mælti við móður sína einslega: „Þegar eg lá andvaka um nóttina og baðst fyrir meðan mest gengu ósköpin, þá lukust upp herbergisdyrnar og kom leiksystir min að kveðja mig. Hún hafði tösku sér við hiið, hatt á höfði og göngu- staf i hendi. Hún var þér stórreíð, því nú sagðist hún þin vegna verða að taka út þyngstu og sárustu refsingar, en um þig hefði sór ætíð þótt svo innilega vænt; nú væri þeim nauðugur einn kost- ur að fara úr þessu bygðarlagi svo sárt > sem þeim fólli það“. María bannaði henni að hafa orð á þessu og kom nú einnig fljóts-ferjumaðurinn og sagði undratíðindi. Hann sagði að með

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.