Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 7
15 ing á götunni og fór með hann til eins rit- stjórans og bað hann að auglýsa hann í blaðinu, en ritstjórinn gaf honum annan tíeyring í fundarlaun. Hann Tómas, sem veit svo mikið úr biblíunni, og skrifar svo vel og er alt. af hreinn um hendurnar í skólanum, og fer svo vel með hinar fáu bækur sínar að það sér varla á þeim eftir ár. Hann Tómas, sem aldrei ekur sér eða æjar, þegar honum er sagt að gera eitt- hvað, heldur hleypur strax af stað. Svona er hann Tómas litli, hefirðu ekki séð hann? Ef þú skyldir sjá hann, þá berðu honum kveðju mína, því svona vil eg að drengirnir séu. — Fr. Fr. Munurinn á hófdrykkjumanni og of drykkjumanni er sá, að hófdrykkjumaður- inn getur hætt að drekka, en vill það ekki, en ofdrykkjumaðurinn vill hætta, en getur það ekki. Hversvegna Sigga för svo lítiö fram í skólanutn. Hann leit of oft á klukkuna. Hann hafði alt af eitthvað að hlægja að. Hann var alt af of seinn. Hann las aldrei af kappi. Hann fann upp á svo mörgu, en gat aldrei fundiö bækur sínar, er hann átti að lesa. Hans stöðuga viðkvæði var þetta: „ Æ, og gleymdi því.“ — Hann var alt af ánægður með hálf-lesið. Hann hi'oðaði öllu af, og var ánægður með sjálfan sig. Siggi hafði nógar gáfur, en honum fór ekkert fram, af því að hann vandaði sig ekkert. — Smáskrítla. Það er sagt, að konungur vor, Kristján IX. hafl einhverju sinni verið á gangi; kom hann þá að húsi einu og sá þar ofur lítinn dreng vera að teygja sig upp í dyrabjölluna. „Yiltu að eg hjálpi þér að hringja?", sagði konungur. Drengurinn kvað já við því. Konungur lypti þá drenghnokkanum upp. Hann tók í bjölluna, og kvað hljóm- ur hennar við hátt og snjalt um ait húsið. „Ertu svo ánægður, litli vinur?“ spurði konungur og setti hann niður á götuna. „Já“, sagði drengurinn, „en nú skulum við hlaupa burtu, gamli, því nú kemur fólkið!“ Síðan tók hann til fótanna. Konungur hló og sá að sveinninn hafði gert þetta af hrekkjum, og beið sjálfur þangað til komið var til dyra, til þess að afsaka gabbið. „JEskan' kemur út tvisvar í mánuði, og auk þess jólablað skrautprentað með myndum), 25 blöð alls (100 bls.). Kostar 1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borg- ist í Aprílmánuði ár hvert. Sölulaun r/5, gefin af minst 3 eiutökum. Guðm. Gamalíelsson bókbindari, Hafnar- stræti 16. Reykjavík, annast útsendingu biaðsins og alla afgreiðslu, tekur móti borgun og kvittar fyrir o. s. frv. Prontsmiðja Þoev. Þobvarbssonar,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.