Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 6
14 inum, eins og úlfar og biinir?" spurði Fédór litli. „Æ, nei“, svaraði Ivan; nokkrir af þeim hafa lika áður verið vandaðir og reglusamir menn, en meginþorri þeirra eru vondir menn, sem ekki vilja hlýða yfirvöldunum, og sumir þeirra hafa verið fátæklingar, sem ekkert höfðu til að lifa af. Upphaflega hafa þeir, svo ef til vill, að eins ætiað að betla en smámsaman hafa þeir orðið djarfari og spiltari og hafa þá farið að ráðast á fólk og ræna það“. Lengi geymdi Fédór sögur þessar í fersku minni. Snemma um morguninn, hann dag, sem hefja skyldí ferðina, kom dálítill hópur af fóiki út úr húsi kaupmanns. Gamli, tryggi þjónninn hann Pétur, teymdi fallega hest- inn hans húsbónda síns, og við blið hans reið ungur og hraustur piltur, Nikulás að nafni, sem átti að fyigja kaupmanni. Skamt frá borginni var ofuriítil hæð og mátti þaðan sjá yfir alla borgina. Þangað fyigdi alt heimiiisfólkið kaupmanni. Öðru megin var hæð þessi skógi vaxin og lá skógur mikill út frá henni þeim megin og varð æ þéttari því lengra sem kom inn í hann. Þeim megin sem að borginni vissi, voru þar á móti að eins fáeín tré hjer og hvar á hæðinni. Uppi á hæðinni, þar sem vegurinn lá inn í skóginn, var stór Krists- mynd, gerð af steini og voru jafnan guð- hræddir ferðameun vanir að gera þar bæn sína. Kaupmaður og kona hans leiddust hægt upp hæðina og við hina hlið kaup- mannsins gekk Fédor litli, en Ivan og Maschinka gengu á eftir þeim. (Frh.). Hefurðu séð hann Tómas litla? Hvaða Tómas ? Hann Tómas litia, sem á heima í lága kotinu, þar sem troðið er upp í eina rúð- una og þar sem alt er svo lágt og fornfá- iegt orðið. Ilann Tómas, sem alt af er svo kátur og glaður, sem er svo ofarlega í bekknum sínum, og rennir sér sro vel á skautum. Hann Tómas, sem gengur oft. svo stag- bættur, en er jafnkátur fyrir því. Hann Tómas litla, sem leikur svo fall- ega, við litlu systkinin sin, og fæiir þeim, ef honum er gefið eitthvað gott, og segist vera saddur, þótt hann hafi ekki fengið í sig hálfan, þegar hann sér, að brauðið ætl- ekki að hrökkva handa hinum, og er svo ánægjulegur á svipinn, eins og hann hafi fengið tvo rétti matar. Hann Tómas, sem einu sinni átti að fá að fara skemtiferð upp á Akranes með „Reykjavíkinni", og hlakkaði svo fjarska mikið til þess. Hann hafði sparað saman nærri því hálft fargjaldið og pabbi hans hafði lofað honum að gefa honum það sem á vantaði, en þegar til kom, þá gat faðir lians það ekki, af því hann var svo pen- ingaiaus, svo Tómas varð að sitja heima í góða veðrinu, þegar margir af félögum hans fóru út að skemta sér, en Tómas sagði: „Nú jæja, þá skemtir maður sér heima. Nú get eg líka keypt eitthvað gott handa litlu krökkunum, því ekki fá þau að fara upp á Akranes, aumingjarnir". Hann Tómas, sem fann einu sinni tíeyr-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.