Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 2
66 Jeg stari: á skip, er stefnir burt Með stálpaða drenginn rninn Með bæn í hjarta’, úhz hef jeg spurt Að hingað hann stefhi inn. Fr. Fr. Steinqrímur Shorsteinsson. j sj® Þess er eg fullviss að nú fagna allir lesendur Æslcunnar, þegar þetta blað kemur út, því það flytur mynd af þeim manni, sem alþjóð vor elskar eins og hann líka elskar þjóð sína og land. Það er myndin af þjóðskáldinu góða, Steingrimi Thorsteinsson. Ljóð hans eru sungin allstaðar á landinu, þar sem menn unna fögrum skáldskap og fagurri sönglist. Og allt af vekja þau hlýan yl og' fagrar tilfinningar í óspillum hjörtum. Börnin syngja þau og það kemur gleði í augu þeirra; stundum skilja þau ekki orðin vel, en það er eitthvað í kvæðunum, sem hríf- ur án þess að börnum sje ljóst, i hverju það liggur. Það er andinn í kvæðunum, sem hefur söniu áhrif eins og voi'ldíða og fjallafegurð. — Unglingarnir syngja og' lesa ljóðin hans og skilja þau betur, því vor og æska býr í þeirn. Þegar smalapilturinn er kominn hátt upp í hlíðarnar og sjer hina fögru útsýn, þá þrútnar opt brjóst hans af gleði og þá tekur hann að syngja: »t*ú bláíjallageimur! með heiðjökla hring, um hásumar ílý jeg pjer að hjarta«, og' honum finnst, að skáldið hafi víst lilotið að standa einmitt þar, sem hann stendur nú og' sjá hina, sömu fegurð- arsýn, og honnm finnst eins og sung- ið vera út frá sinu eigin brjósti: »Hjer andar Guðs blær og hjer verð jeg svo [frjáls, i hæðir eg berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist jeg í sólu fegri drauma«. Og þegar veðrið er strítt, og köldu jelin geysa á i fjallbygðunum, og piltur- inn er votur inn að skinni, þá huggar hann sig og hitar sjer með því að syngja: »Opt fmnst oss vort land eins og helgrinda [hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn, það agar oss strangt með sín isköldu jel, en á samt lil blíðu, það meinar allt vel«. og honum finnst hann finna yl kær- leikans i gegnnm hreggviðrið, hinir lúnu limir stælast, og hann. finnur karl- mennsku sína vaxa. Steingrímur elskar náttúruna, vorið og fegurðina, og i hinum fögru ljóðum lians finnum vjer þenna kærleika; hann er svipaður þeim tilfinningum kærleikans, sem barnið ber til móðnr sinnar; og hann sjest einnig þar sem það eigi beint er tekiðfram. Svo að'af öllu finna menn, að það er satt, sem hann segir: »Náttúran fögur, eilíf-ung, jeg elska þig', Hvorl lífs míns kjör eru ljett eða þung, þú lífgar mig, Ef sjúkt er hold og sál mín hrygg, þú svölun ljer, Sem barn við móður brjóst jeg ligg' á brjóstum þjer«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.