Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 6
70 M »Voriö cr komið og grundirnar gróa. Gilin og lækirnir i'ossa af brún; Syngur í runni og senn kemur lóa, Svanur á tjarnir og þröstur í tún; Nú tekur hýrna um hólma og sker, Hreiöra sig blikinn og æðurinn fer; Hæðirnár brosa og hlíðarnar dala, Hóar þar smali og rekur á ból: Lömbiri sér una um blómgaða bala, Börnin sér leika að skeljum á hól.« Eg hygg að ekki séu mörg börn á landinu, seni ekki kunna þessa fallegu vorvísu eftir Jón Thoroddsen. Þau Iiafa víst oft sungið hana. Þaðergleði- hljómur í henni. Góðu börnin fagna komu vorsins, sem er anddyri sumars- ins. Þau heilsa hlómunum, er smám saman gægjast upp úr moldinni. Fíilar og sóleyar eru eins og góðir vinir, sem komnir eru aftur úr langferð lil þess að heimsækja þau, og börnin fagna við komu svo góðra gesta. Þau vita líka að blómin eru lifandi verur, sem hafa hver sill hlutverk af hendi að inna. og lifa í samræmi við það, sem skaparinn hefir gelið þeim. Þess vegna elska börnin blómin og fara vel með þau og læra af þeim. Gela börnin lært nokkuð af blómunum? Já, það held ég. En þau verða þá að taka vel eftir lííi blómanna. Það er líka lil- vinnandi; því jtað veitir svo mikla skemtun og gleði. — Nú vil ég biðja ykkur að virða vel fyrir ykkur hið ytra sköpulag blómanna. Fáið ykkur hníf og takið eitthvert blóm upp með rótum. Skoðíð ræturnar vel. Þið vitið hvaða þýðingu rótin hefir fyrir jurtina. Hún heldur henni fastri við jörðina og með smátaugunum, sem ])ið sjáið á flestum rótum, sýgur jurtin í sig næringu frá jörðinni, og næringarefnin dreifast svo út um líkama jurtarinnar á líkan hátt og fæðan í líkama manns- ins. Síðan gætið þið betur að jurtinni. Ut frá leggnum ganga blöð. Með l)löð- unum andar jurtin; því plönturnar þurfa að anda eins og við. Með blöð- unum tekur jurtin líka við næringu frá loftinu. Blöð hinna ýmsu jurta eru mjög mismunandi hæði að lögun og eins að því, hvernig þau silja á leggnum. Þegar J)ið skoðið einhverja jurt, þá eigið j)ið að setja á ykkur J)etta tvent, hvernig blöðin eru i lögun og hvernig þau sitja á leggnum. Taldð eftir rifjunum, sem kvíslast um blöðin, og eftir röndunum á blöðunum. Hvert atriði út af fyrir sig hefir einhverja þýðingu fyrir líf jurtarinnar. — Svo komum við að þriðja aðalhluta jurt- arinnar; það er blómið sjáll't. Það er það, sem gefur jurtinni sína einkenni- legu fegurð. Virðið vel fyrir ykkur blómið. Það er þess verl. Neðsl á því sjáið þið græn blöð. Þau heita

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.