Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 4
 68 »Hann siglir á kopp yfir saurforarpollinn meö snúðugu drambi og reigist meö kollinn, líkt og hann segði: »Nær litu menn pó slikl línuskip áöur á veraldar sjó«. Haldið hann Itlygðist sín eigi fyrir montið og gikksháttinn? Mjög líklegt. Nú höfum við að eins talað um Ijöð Steingríms, en það er meira, sem hann hefur gjört fyrir okkur en aðeins að yrkja fögur kvæði. Hann liefur þýtt »Þúsund og eina nótt«. ))Púsund og ein nólt<(, það er stórt saín af austurlanda æfintýrum, ákaflega fallegum og skemtilegum að lesa. Hann hefur þýtt Róbinson Krúsóe, sem öllum börnum þykir svo undur gaman að, og' öll hörn vilja eiga. Hann liefur þýtt hin heimsfrægu æfmtýri danska skáldsins H. C. Ander- sens. Jeg vona að öll börn á landinu, sem eru orðin lesandi verði húin að lesa þau, áður en þetta ár er liðið. Hann hefur þýtt miklu rneira, sem hjer yrði oflangt upp að telja, og sumt verðið þið helst að geyma að lesa, þangað !il þið eruð orðin fullorðin, því það er of þungskilið fyrir ykkur nú. Um allar j)ýðingar hans ætla jeg að segja þetta eitt: Steingrímur kann að velja j)að, sem fallegast er, og hann kann líka að j)ýða það með hinni mestu snild. Að endingu megum við ekki gleyma því, hvað hann hefur verið góður við Æskuna, með því að gefa okkur i hana ljómandi fallegar sögur og kvæði. Það er líka auðsjeð að börnin hafa kunnað að meta það, því kaupendum Æskunnar hefur fjölgað að miklum mun, siðan hann fór að gefa- okkur efni í hana. I haust verður að stækka upplagið að mun fyrir hragðið. Nú viljið þið efalaust fá að vita eilt- hvað um æfi hans. Jeg skal með fám orðum verða við þeirri hón ykkar: í dag er jeg rita þetta er þjóðskáld- ið okkar 74 ára að aldri, en hann er enn svo ungur i anda, eins og j)ið get- ið sjeð á þýðingu lians á æflntýrum H. C. Andersens. Það er enginn þreytu- blær á málinu á þeim. Steingrímur er fæddur á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831. Hann varð stúdent árið 1851 og tók próf í málfræði við háskólann í Kaupmanna- höfn. Hann átli svo heima þar þang- að til árið 1872. Þá kom hann heim og varð kennari við latínuskólann. Arið 1895 varð hann yflrkennari, og rektor árið 1904. Og nú á afmælisdaginn hans, j)egar »vorgyðjan« er að svífa »úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum, til Isalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmhláum heiðum«, J)á sendir Æskan hinu góða skáldi voru hinar bestu heillaóskir, og' jeg' veit að öll góð börn taka undir með J)eirri ósk: að hann meg'i ennþá lifa mörg blessunarrík ár til söma og gleði fyrir J)jóð vora. Skrifað 19. maí 1905 Fr. Friðriksson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.