Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 7
71 bikarblöð. Þau vernda blómknappinn, áður en hann er sprunginn út. Setjið á ykkur hve mörg eru bikarblöðin á hverri jurt fyrir sig. A sumum blómum eru þau fimm, á sumum ileiri eða færri. Svo innan við þessi bikarblöð koma önnur blöð; hafa þau oft mjög fagra liti og eru svo smágerð og falleg. A sumum blómum eru þau blá, á snmum gul og á sumum rauð og svo framvegis. Gætið að, hve mörg þau eru, og takið eftir, hvernig þau eru sett. — Þessi blöð beita krónublöð. Stundum mynda þau eins og skál, stundum eru þau til samans líkust klukku í laginu. Takið eftir, hvernig þau eru i laginu. Hvernig eru þau t. a. m. á sóleynni? — Fyrir innan krónublöðin er duftvegurinn, eða duft- vegirnir, þeir eru stundum eins og smá hnúðar og hafa ýmsa lögun, og mitt upp á milli þeirra standa upp smáþræðir, sem kallaðir eru duftberar; efst á þeim er ákaílega fínt duft, sem hrynur ofan á duftvegina og þá taka þeir að frjógast, og verða síðan að ávexti; en ávöxturinn er nokkurskonar geymslustaður fyrir fræin; fræin eru egg jurtarinnar; upp af þeim sprettur svo ný jurt, með nýum blöðum og blómum. í öllu þessu er nú hin mesta margbreytni, og er hér ekki staður til að lýsa binu einstaka, en ef þið skoðið mörg blóm og gefið gætur að þeim, meðan þau eru að vaxa og' þangað til þau hafa borið ávöxt, og taka siðan að visna, þá munuð þið verða margs vís- ari og dæmalausa gleði munuð þið hafa af því. Sjerbver jurt hefur sitt nafn. Að vita nöfn og' þekkja útlit margra jurta er bæði fróðlegt, nytsamt og skemtilegt. Ef þið viljið nákvæm- lega sjá hvernig jurtin fer að vaxa og þroskast, þá þurfið þið ekki annað, en að fá ykkur góða mold í krukku og láta niður i moldina matbaun, og taka syo eptir því, bvernig jurtin fer að gægjast upp úr moldinni, smáhækkar og vex. En ekki megið þið gleyma að láta hana hafa næga birtu og vökva, annars getur hún ekki lifað. Jurtin þarf á hlýu, birtu og vökva að halda. Jurtirnar eru hugðnæmar og' elsku- legar smáverur, sem guð hefir gefið oss til að fegra lífið. Fyrir utan alt annað gagn, sem þær gera, eru þær til gleðiauka fyrir oss með fegurð sinni og ilm. — Þær líkjast dýrunum að því, að þær vaxa, þroskast og tímgast; þær anda að sér og frá sér; og þær neyta fæðu sinnar upp á sinn hátt. Eg' veit ekki hvort þið trúið því, að til séu jurtir, sem þykir gott kjötmeti. Og þó er það svo. Farið út i mýri og leitið uppi lyfjagras. Fast niður við jörðina eru þykk og slímug, gulleit blöð. Á einhverju slíku blaði munuð þið finna dauðar flugur, hálfeyddar. Flugan settist á blaðið, límdist við það og með blaðinu saug jurtin hold flug- unnar inn í sig. Það var kjötmeti hennar. — í andlegu tilliti má líka læra margt af jurtunum. Eg vil benda á fátt eitt. Jurtin grefur rætur sínar niðnr í jarð-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.