Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 1

Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 1
Móður-lof. (Ungverskt kvæði). IJað var um nótt og tungl í himinheiði, Við hátt og fagurt linditré stóð eg; Þá sveií' til þín mín sál á munarvængjum I sælum draumi, móðir elskuleg! Og þakkargjörð eg glaður vildi syngja Til guðs, er lét mig þig að móður fá; Þá hreyfði tréð sinn topp og eg nam þagna ()g talað heyrðist bifðum greinum frá: »Eg smábjörk var á veiku bernsku-skeiði; Eitt vindkasl sviplegt jörðu sló mig að; Þá kom þín móðir hlíð og hatt mig fallna ()g björg mér veitti—himinn launiþað!« Og heyr! Þá kvað á kvisti næturgali: »Mig knapar grimmir veiddu’ á þessum stað; Þin ljúfa móðir lausan fekk mig aftur Og lífið gaf mér — himinn launi það!« Og fiðrildin og fuglar, tré og blómin Mér l'undust, móðir! lof þitt vera að tjá Og eg—þitt barn, sem bezt þér átti að þakka Með bundna tungu stóð og hlýddi á. Stgr. Th.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.