Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 7
ÆSKAN.
87
einkum við mynni Þjórsár og Rangár.
Rangá eystri stíflaðist alveg af vikur-
gangi og ílóði um- stund upp yfir alla
bakka, þangað til hún gat brotist gegn-
um vikurhrönnina. Þorskar vórn
magrir, sem veiddust, og liiagi þeirra
í'ullur af vikursandi.|
Eftir þetta gos féllu skepnur af
fóðurskorti og margur maðuiinn fórsl
úr hungri og harðretti. Það bættist
líka ofan á, að norðvestanveður skall
á, rétt eítir það er eldgosið hófst og
stóð í samíleytta fimm daga; rak þá
hafís frá Grænlandi að vesturlandinu
og öllu norðurlandi.
Eggert ólafsson, skáldið góða og
föðurlandsvinurinn, var á uppsiglingu
til íslands þetta vor og orti þá undur
hlýjar og fallegar vísur til íslands, ætt-
jarðar sinnar, sem hann unni svo
heitt. Þar er þetta í:
Skipverjum nóttin birtu bjó,
brá ei vanda sínum;
Hekla tysti langt um sjó
laukafáki mínum.
Hátt í lofti, hvergi kyr.
hygg eg ljósin brynni;
slíka kveðju ei fékk eg fyr
á fósturjörðu minni.
Af annara skálda vísum, er minst
hafa Heklu, skal hér við bætl þessari
vísu :
Öldruð Hekla er að sjá
ísa hökli búin,
Þekkir eklu' ei þoku á
Þrifleg jökla frúin.
Vatnsenda Rósa.
»Creturðu burstað?« Ungur maður,
sóðalega til fara, sneri sér til forstöðu-
manns fyrir stórri verzlun og sótti um
atvinnu.
»Hvað geturðu gert'?« spurði forstöðu-
maðurinn.
»Næstum hvað sem er«, svaraði um-
sækjandinn.
»Geturðu burstað?«
»Já, það gæti ég hugsað!«
»Hvers vegna byrjarðu þá ekki á
þvi að bursta hattinn þinn?« Hann
hafði nú ekki hugsað um það, dreng-
urinn.
»Geturðu hreinsað leðurfatnað?«
»Ójá!«
»Þá er það skeytingarleysi af þér,
að skórnir þínir eru svona óhreinir«.
Drengurinn hafði ekki heldur hugsað
um það.
»Geturðu þvegið?«
»Já, það get ég!«
»Þá get ég látið þig hafa eifthvað að
gera. Farðu út og reyndu list þína á
kraganum, sem þú hefir um hálsinn.
En komdu ekki aftur«.
Þó að hið ytra sé ekki alt af óygggj-
andi merki um góða lyndiseinkunn,
þá er það þó víst, að af tveimur um-
sækjendum mun hver verkveitandi
veita þeim drengnum starfið, sem er
þokkalega til fara fremur en hinum, sem
lætur sér á sama standa, hvernig hann
er til fara.
Orsökin til þess er augljós. Sá
drengur, sem lætur sér umhugað um, að
hvað eina sé hreintegt, sem hann er í,
mun líka reynast vandvirkur og ávinna
sér með því traust húsbónda síns.
Það, að vera vel til fara, er ekki