Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 24.12.1905, Qupperneq 10

Æskan - 24.12.1905, Qupperneq 10
26 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. mamma, viltu ekki biðja með mér kvöld- bænina mina? Jeg er nú aftur orðin hún Þóra þín. — Eg vil heldur vera hún Póra með eina sál, heldur en 8 ketlingar sálarlausir. Eg vil heldur Iæra það sem nytsaml er, og vera iðin og þakklát, heldur en löt og óhlýðin. Eg vil heldur gera eitthvað, heldur en þurfa að leika mér allan daginn! Ó, góða mamma, láttu mig aftur verða dóttur þína, og kendu mér að vera góð stúlka«. Þannig hafði Þóra mist alla löngun til þess að vera ketlingur, og hún lagði litla hrokkinhærða kollinn sinn upp að brjósti móður sinnar og grét. — Svo varð alt gott aftur. — (Með mynd). Pað hlakka vísl öll börn til jólanna. A stóru myndinní sjáíð þið inn i stofu þar sem verið er að skreyta jólatré. Pabbi er að kveikja á því. Fyrir utan dyratjaldið sjáið þið þrjú börn, sem hlakka fjarska mikið til jótanna, og eru ógn forvitin. Mammaþeirra varnar þeim að sjá fyr en alt er tílbúið. Það er auðséð að komin er jólahugur í þau, Jafnvel héppinn sýnisl vera gagnlekinn af eftirvæntingu. — Pað eru nú ekkí ölt börn, seni eiga svona mikið í vændum á jólanótt- unni, en t/óð börn gleðjast lika af litlu. Ð var einu sinni lítill drengur; hann hét Jón og móðir hans kallaði hann »geislan sinn«. Það hlýt- ur að vera ósköp gaman að fá svo fallegt nafn. Jón litli og mamma hans hjuggu spölkorn fyrir utan borgina. Þegar hann opnaði augun á morgnana, þá skein brosið á öllu and- liti hans. Þegar móðir lians var eitt- hvað angurvær og stundi við, eins og hún gerði stundum, kom Jón litli hlaup- andi. Hann studdi svo olnbogunum litlu á kné móður sinnar. »Ég skal hjálpa þér, mamma!« sagði hann og horfði á hana með fallegu hláu augun- um, svo að hún gat ekki annað en hrosað og klappað honum á kollinn. Svona fór það oft, er illa lá á henni, og það bar stundum við, því hún hafði reynt svo margt og var nú einstæðings ekkja, sem þurfti að hafa ofan af fyrir sér og Jóni litla. En Jón var »geislinn hennar«. Jón langaði til að fara að hjálpa mömmu sinni, og það fékk hann, þegar hann var orðinn 5 ára og þar yfir. Móðír hans hafði tekið að sér að bera út hiöð, og Jón litli gat hlaupið fyrir hana inn í húsin. Hvar sem hann kom var vel tekið á móti honum. Menn koinust strax í gott skap, er þeir sáu glaðlega andlitið og fjörlegu augun. Sum- ir klöppuðu honum vingjarnlega á rjóðu

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.