Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1905, Blaðsíða 14

Æskan - 24.12.1905, Blaðsíða 14
30 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. viðleitni að bæta fyrir vfirsjón sonur síns. Hann faðmaði drenginn að sér. »Nu, nú, hvernig líður þér? Ertu nú glaður?« spurði hann. »Já, inniiega glaður. Svona skemtileg jól heíi ég aldrei Iifað«, kall- aði Frits upp. Verksmiðjueigandinn brosli angurblitt. »En ég veit af einum, sem aldrei hefir lifað eins leiðinleg jól. Segðu mér, Frits, viltu ekki koma nreð mér yfir um lil Knúts og segja honum, að þú sért ekki lengur reiður við hann?« »Reiður?« spurði Frits hissa. »Hann gerði það ekki viljandi«. »Komdu þá með mér og segðu hon- um það«, sagði Eilersen, og hreykinn og ánægður gekk drengurinn í nýju fötun- um sínum með honum inn í stóra, fal- lega húsið, sem hann áður hafði að eins séð að utanverðu. Hann kom ekki fyr en eftir langan tíma aftur. og var þá al- veg utan við sig af fögnuði yfir öllu, sem liann heyrði þar. Frits hugsaði ekkert um ókomna tim- ann, en madama Pálsen hugsaði þess meira um hann. Þótt liann væri nú orðinn heill heilsu aftur, þá var hann þó fatlaður alla æfi sína. Það var ó- hugsandi að hann gæti lært nokkra hand- iðn, en það bafði hún ásett sér að láta hann gera. En herra Eilersen gat einn- ig bætt úr þessu með hyggindum sín- um. Hann stakk upp á því við ekkjuna að láta Frits gangaígóðan skóla á sinn kostnað. Eftir ferminguna átti hann svo að komast til eins af vinum hans, sem var stórkaupmaður og hafði lofað að taka hann að sér og kenna honum verzlunarfræðí. Svo fór Frits að ganga í skóla og ávann sér þar ást kennara sinna með iðni og siðprýði. Hvert árið leið á fætur öðru. Þegar Frits var fermdur, fékk hann hjá prest- inum sínum þessa ritningargrein með sér út í lífið: »Alt verður þeim til góðs sem elska guð«. Móðir hans liafði einn- ig eftir mikla baráttu lært að skilja þessi orð, og mæðgininin skildu hvort annað alt af betur og betur og sam- band þeirra varð æ innlegra. Hann skilaði móður sinni hverjum eyri, sem hann vann sér inn, og skein eins og ný- sleginn koparskildingur af gleði, þegar móðir lians gaf honuin í vikupeninga 30 aura í staðinn fyrir liinn vanalega 25 eyring, er liann í fyrsla sinni íékk kauphækkun. En þannig gal það nú ekki gengið til lengdar. Ætti að verða nokkuð úr honum, hlut sá tími að renna upp, að hann lærði að standa á eigin fótum. Þetta sá madama Pálsen líka, og kom því eigi ineð neinar inótbárur, þegar húsbóndi hans stakk upp á því að senda hann til Englands, til þess að læra ensku og fullnuma sig í því er að verzlun lyti. Að vísu þótti henni þungt að skilja, en hún hafði lært að kasta allri sinni áhyggju á drottinp. Þér getið líka ímyndað yður, að Frits var þakk- látur móður sinni fyrir sparsemi hennar. Hún hafði dregið svo mikið saman, að hann hafði nóg í ferðakostnaðinn og þurfti því ekki að leita til annara. —

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.