Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1905, Blaðsíða 15

Æskan - 24.12.1905, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. 31 Móðir hans lagði lilessun sína yfir hann, er þau kvöddust, og sagði: »Guð fylgi þér, sonur minn, og íylgdu hon- um líka- Þólt margar freistingar mæti þér á hinum ókunna stað, þá gerðu al- drei neitt, sem þú þarft að skammast þín fyrir frammi fyrir guði og móður þinni. Þótt þú hafir að eins aðra hend- ina, þá beittu henni fyrir báðar. Vertu trúr um fram alt, trúr guði og mönn- um, þá mun þér ganga vel. Þú veist það, að alt verður þeim til góðs er elska guð«. Og liann var trúr guði. Mörgum ár- um seinna lagði hann grundvöllinn að heimili sínu. Móðir hans gat ekki verið viðstödd, þegar hann liélt brúðkaup sitt með dóttur húsbónda síns, en eitt af því fyrsta, sem hann tók sér fyrir liend- ur eftir brúðkaupið, var að ferðast með konu sinni til að heimsækja gömlu móð- ur sína, og það var fagurt að sjá hina ungu, fínu lrú kyssa hinar hrukkóttu hendur gömlu konunnar og sýna henni alla nákvæmni og ástúð eins og hún væri dóttir liennar. Ungu hjónin létu ekki madömu Pálsen í friði fyr, en hún lofaði að heimsækja þau á næstu jól- um, og þá sendi Frits henni ferðapen- inga. Þegar liún nú sat makindalega í hæg- indastólnum hjá börnum sínum, voru dyrnar inn að salnum opnaðar, og jóla- tréð ljómaði fyrir þeim í allri fegurð sinni, og á vegnum beint á móti blöstu við með lýsandi letri þessi orð: r>Alt verdur þeim til góds, sem elslca guð«. »Þessi orð voru jólagjöf min«, sagði Frits með tárin í augunum, »þau voru fermingarorðið mitt, tekstin í brúðar- vígslunni, og ef guði þóknast, skulu þau verða inniliald líkræðunnar yfir mér«. Slysið fyrrum var upphaf og orsök allrar hamingju minnar. Hver veit hvað úr mér hefði orðið, liefði eg fengið að halda báðum höndum mínum óskert- um. Eitt veit ég; ég hefði aldrei fengið liana Geirþrúði mína fyrir konu, og hefði ekki setið hér undir jólatrénu«.— »Hvað kemur þú með þarna, Anna?« sagði hann við þjónustustúlkuna, sem kom inn með símskeyti í hendinni. »Það er frá Knúti. Hann hugsar líka um þenna dag og sendir okkur jólaósk- ina. Hin trúfasta vinátta hans er líka fjár- sjóður, sem eg gel þakkað slysinu fyrir«. Guð geíi að þú, lesari kær, hafir reynt sannleika þessara orða i þínu eigin lííi: »Alt verður þeim til góðs, sem elska guð«. Endir. Jann jjjundi. ('Norskt alþýðukvæðU. N N Mundi sagði við stóran staf — hann Mundi: wHeldurðu’ á ísnum ég hafi það af?« kvað Mundi. — Ogsvell — og svellið smellandi dundi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.