Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 4
2 Æ S K A N sem bezt mætti að notum verða. Hann varði 7 árum til undirbúnings þessarri sögu sinni. StaiTið hafði þau áhrif á höfundinn sjálfan, að hann öðlaðist fulla trúarvissu um guðdóm Krists. Bókin kom fyrst út 1880 og flutti þegar orðstír höfundarins um allan heim, var hann settur á bekk með helztu skáldum vestuheimsmanna, svo sem Longfellow. Er það stytst af að segja, að þessi bók hefir haft djúp og unaðssamleg áhrif á hjörtu ótal manna víðsvegar um heim, því að hún hefir verið þýdd á flestar tungur mentaðra þjóða. En hefir hann ritað íleiri sögur og þar á meðal um bernsku Krists, og aðra um það, er Tyrkir unnu Kon- standinopel. (The Coyhood af Christ og The prince af India). En ekki hafa hinar seinni sögur hans orðið jafn frægar og Ben Húr. Síðan varð W. sendiherra Banda- rikjanna í Miklagarði og var þar í miklum metum hjá soldáni. En síð- ast hvarf hann aftur til átthaga sinna í Ameríku og fékkst þar við mál- fræðslustörf. Hann dó 16. fehrúar 1905. Hann vildi ekki drekka. Skip nokkurt var nýlega lagst í höfn og allir hásetarnir, að undanteknum ein- um ungum dreng, höfðu tarið í land, auðvitað til þess að eyða því fé, sem þeir með súrum sveita liöfðu innunnið sér. Þegar þeir komust út á skipið aftur og sáu að þessi ungi félagi þeirra var þar ódrukkinn, gerðu þeir mikið gys að honum fyrir það og hældu honum á allar lundir. Þeir sögðu, að liann þættist of góður til að taka þátt í gleði þeirra og góðum félagsskap. Það var nú í rauninni rétt hjá þeim, en á annan liátt enn þeir meintu. Daginn eftir fóru þeir einnig í land og mættu þeir þá drengnum, sem hafði farið í land á undan þeim, til að kaupa ýmislegt til skipsins. Þeir báðu hann nú allir að koma með sér inn í veitinga- húsið, en það vildi liann ekki fyrir nokkurn mun, þeir spurðu hann hvers- vegna hann væri svo liræddur við að drekka eitt staup með þeim, og svaraði hann því svo: »Faðir minn var drykkjumaður og þegar hann var drukkinn misþyrmdi hann oft vesalingnum henni móður minni. Eitt vetrarkvöld fyrir tveim árum i köldu veðri var eg sendur snöggvast að lieiman og þar sem eg gekk á götunni rak eg tána í eitthvað, sem lá þar fyrir fótum mér undir snjónum; eg sópaði ofan af þvi; eg sá þá, að þetta var faðir minn sem lá þarna örendur. Eg varð náttúrlega ákaílega hræddur og hljóp sem fætur toguðu heim til mömmu og sagði henni frá, hvað komið var; einnig sagði eg nágrönnum okkar frá því og lijálpuðu þeir samstundis

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.