Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 7
ÆSKAN 5 Ingólfur landnámsmaður. Ingólfur Arnarson er frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbygðu landi og bygði fyrstur landið; en svo fóru aðrir landnáms- menn að dæmi hans. Ingólfur var heiðinn, eins og flestir landnámsmenn; en hann var trúmað- ur mikill á sinn hátt og færði guðun- um fórnir sér til heilla. Og í þetta skifti færði hann þeim meiri fórn en nokkru sinni áður. í goðahofi sínu, þar sem hann dýrk- aði guðina, átti hann sér veglegt heið- urssæti, eins ogaðrir höfðingjar. Það sæti var kallað öndvegi og stóðu tvær trésúlur, sín hvoru megin við það. Á þessar súlur voru ristar rúnir, letur fornmanna, og myndir af guðunum markaðar á þær, einkum helstu goð- unum. sem hétu: Óðinn, æðstur guð- anna, Þór, sterkastur guðanna og hag- sældarguðinn Freyr, sem réð fyrir regni og skini sólar og öllum ávexti jarðar og Njörður, sem réð fyrir öllum auð- æfum sjávarins og gat gefið þau hverj- um sem hann vildi og gert þá vell- auðuga. Þegar Ingólfur sá fyrst til lands, þá varpaði hann súlunum fyrir horð sér til heilla og mælti svo fyrir, að hann skyldi þar hæ reisa og bygð nema, sem þær kæmi á land. Hann trúði því, að guðinn eða guðirnir, sem mark- aðir voru á súlurnar og réðu þvi, hvar súlurnar kæmu að landi og svo vísuðu þeir honum með þeim hætti á hól- staðinn. Súlurnar fundust fyrst eftir þrjá vet- ur reknar undir Arnarhóli og þar tók Ingólfur sér hústað með fullu trausti til þess, að guðirnir ætluðu honum þar að búa. Að sjálfs síns ráðum vildi hann ekki fara í svo áríðandi máli. Og honum varð að trú sinni. Hann varð auðugur maður og mikill höfð- ingi og niðjar hans eftir hann. Myndin af líkneski Ingólfs, sem hér fylgir. eftir hinn unga íslenzka lista- mann, Einar Jónsson frá Galtafelli,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.