Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 4
84 ÆSKAN Capitolshæðina, þarsem hof Juppiters, hins æðsta guðs Rómverja, slóð. Þar steig sigurvegarinn af vagni sínum og gekk inn í hofið að altari guðsins og færði honum þakkarfórn. Síðan var slegið upp veizlum alstaðar í borginni og hermönnum veitt hið bezta. Að aflokinni hátíð þessari, gekk Cinncinn- atus fyi’ir Ráðið, og lagði niður völd- in. Má þar af marka ósérplægni hans, þvi hann var kosinn alræðismaður til 6 mánaða, og hefði lögum samkvæmt mátt halda þvi einveldi allan þann tíma út, en hann hafði á svo stuttum tíma framkvæmt hlutverk sitt, og rétt við hag ríkisins, að hann sagði að sér völdum á 16. degi frá því er hann var kosinn. Að þessu loknu, hraðaði hann sér út á búgarð sinn, til þess að fullgjöra plægingu þá, er hann liafði orðið frá að hverfa. Þannig snéri hinn frægi sigurvegari aftur heim til akneyta sinna og hins óbrotna sveitalifs eftir hátíðahöld og sigurhrós, og þóttist ekki vaxinn upp úr því, að vinna eins og áður. — Þetta bar við árið 458 f. Kr. f. 10. Lucius Verginius. Eftirfarandi saga sýnir, hversu heið- ur og velsæmi var í miklum metum hjá hinum fornu Rómverjum. Svo bar við árið 431 f. Kr. að valdir voru tíu menn í staðinn fyrir hina tvo ræðismenn; þeir áttu að semja og skrifa lög um réttarfar o. fl. Þeir voru kallaðir »tímenningar«. Lög þeirra voru skrifuð á 12 eirspjöld. Þar fyrir voru þau kölluð »tólfspjaldalög- in«. — Að því loknu, vildu tímenning- arnir ekki láta völdin af hendi og gjörðust ráðríkir mjög og mikillátir. Að síðustu kom gjörræði þeirra þeim á kaldan klaka. Einn af tívöldunum hét Appíus Claudius; hann feldi hug til meyjar einnar af góðum almúga- ættum. En er hann gat hvorki með fé- gjöfum né gyllivonum tælt hana á vald sitt, fékk hann til þess einn af skjól- stæðingum sínum, að gjöra kröfu til hennar sem ambáttar. Með þessu hugði Appíus að hann hæglega mundi geta náð henni á vald sitt, þar sem hann sjálfur væri bæði ákærandi og dómari. Lucius Verginius, faðir mærinnar, var ekki heima; hann var hundraðs- höfðingi í liði Rómverja, er þá var i leiðangri. Einn dag, er mærin kom á torgið til þess að liorfa á sjónleiki, er þar voru haldnir, sætti skjólstæðingur- inn færi og þreif til hennar ogfullyrti að hún væri ambátt hans, hann skipaði henni að fylgja sér, ella myndi hann taka liana með valdi. Stúlkan varð agndofa fyrir ótta sakir, en við óp fóstru hennar flyktist þar að múgur og mai’gmenni; vai’ð þá varmennið að láta hana lausa. Síðan stefndi hann lienni íyrir rétt, og var Appíus þar sjáltur dómari. Meðan á þessu stóð, var sendur skyndiboði til Verginiusai’, bundi’aðs- höfðingja, föður hennar. Hann fær sér þá orlof og fer að kveldi dags úr her-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.