Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 6
86 Út við hennar yzta skaut Ofar sjá má roða. ÆSKAN Tvær smásögur úr „F r a m t í ð i n n i“. Hugur stefnir þangað þinn Þokubjarma að kanna, Lítur þar með iotning inn I Ijómann stjörnu hranna. Einnig þar er sól við sól, Sýnir nýrra geima, Endalaust um alheims ból Öldur lífs þó streyma. Taki þína’ að sundla sál, Sífelt verða’ að kafa Ægidjúp, sem ekkert mál Og engin takmörk hafa, Hreld af flugi hugarsveims Hún fær Ieiðsögn bjarta: Þunga miðja þessa geims Það er guðs þins hjarta. Við það hjarta er heiiög fró, Himnesk sæla’ og íriður; Omar þar i æðstu ró Alheims strauma-niður: Þaðan strej'mir líf og ljós, Lífsmagn fjærstu heima; Þaðan ihn sinn öðlast rós, Æskan sína hreima. Lát þú andann leika sér Lopts um geiminn bjarta; Sjáðu allan sólaher Svífa um drotlins hjarla: Vertu lika lítil sól Lífs um þunga miðju; Guðs af ljósi lýstu’ um ból Ljúft í hvíld og iðju. Fr. Fr. Drengur, sem gerði betur en honum var sagt að gera. Á undan árinu 1899 réðst drengur til stórs verzlunar-félags í suður-rikjun- um, sem verzlaði með járnvöru. Hann vann þar í tvö ár, lagði hart á sig og komst vel áfram. Þá réð hann af að ganga á háskóla og búa sig undir æðri stöðu. Þegar hann kvaddi, sagði for- stöðu-maður verzlunarinnar við hann: »Láttu okkur fá að vita, ef þú vilt fá að komast að hjá okkur aftur«. En það kom aldrei til þess; en bróðir hans, 17 ára gamall, vildi fá sér atvinnu árið 1899. Hann sótti um vinnu hjá félag- inu. Forstöðumaðurinn sagði þá við hann: »Ef þú ert að hálfu leyti eins góður drengur og bróðir þinn, þá færðu vinnu hjá okkur«. Þegar yngri bróð- irinn byrjaði að vinna, sagði hinn eldri, sem enn þá var á skóla, við hann: »Gerðu alt, sem þér er sagt að gera, hvað sem það er, jafnvel þó þú verðir að sverta skó«. Én hann gerði meira — hann gerði það, sem honum var ekki sagt að gera. Drengir tveir, sem unnið höfðu hjá l'élaginu i tvö ár, hlóu að honum fyrir það, hvað hart hann legði á sig og að hann gerði liluti, sem hann ekki væri y>skyldugur« að gera. Skömmu seinna var honum fengið í hendur ábyrgðar- meira verk, og hann gat leyst það vel af hendi. Að nokkrum mánuðum liðn- um þurfti á manni að halda, til þess að hafa umsjón i vöruhúsinu. Og sú staða var veitt drengnum, sem ekki þurfti að láta segja sér alla hluti. Tímar liðu. Verzlunin var seld, og varð að útibúi stærstu járnvöru-verzlunar í heiminum. Þá urðu miklar breytingar, að því er snerti vinnufólkið alt; en hann varfull- vissaður um það, að um hann mundi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.