Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 5
Æ SKAN 85 búðunum; hann kemur i dögun til Rómaborgar. Þá áttu dómar fram að fara og var þvi mikill fjöldi manna saman kominn á torginu og biðu allir fullir eftirvæntingar úrslita þessa máls. Verginius brýst fram úr mannþrönginni, og biður dóttur sinni líknar með mörg- um tárum og fögrum orðum. og heitir á samborgara sína, að þeir dugi sér. En það kom fyrir ekki. Appíus sezt á dómstólinn og dæmir skjólstæðing sinum mevna. Þeim dómi varð ekki áfrýjað. En er Verginíus sá, að hvergi var liknar að vænta, tók hann þannig lil máls; »Eg bið þig, Appius«, sagði hann, »virtu mér til vorkunar föður- harm minn og leyfðu mér að kveðja dóttur mína í hinsta sinn!« Appíus veitti honum það. Þau fara þá lítið eitt frá dómstólnum feðginin; þá grip- ur faðirinn hníf af slátrara, er stóðþar Iijá og keyrir hann á kaf í brjóst meynni. Varð það hennar bani. Síðan stökk Verginíus löðrandi i blóði dótt- ur sinnar fram í mannþröngina og æpli ógnunaryrðum gegn harðstjórn tívald- anna, ruddi sér síðan braut í gegnum fólksfjöldann, er stóð forviða því öll- um féllumst hendur, og flýði til hers- ins. Hann tjáir hermönnunum harm sinn og allar sakir og skorar á þá að liefna slíks gjörræðis, er liann var beittur. — Hermennirnir urðu óðir og uppvægir af sögu þessari, ogvarhern- um haldið hið skjótasla til borgarinnar, og hafin uppreisn gegn tivöldunum, urðu þeir þá að leggja niður yfirráð sin, og var síðan höfðað mál á móti þeim. Lauk svo máli því, að þeir allir voru dæmdir, sumir til lifláts og sumir i útlegð. Appius Claudius var hneptur í varðhald og réð sér þar sjálfum bana. Þá komst á aftur ræðismanna- stjórnin, og fögnuðu því allir. Má af sögu þessari sjá skaplyndi Rómverja, að þeir kusu heldur skjótan dauða en að lifa við smán. Lýkur svo þessum þætti. Lciðrétting; Fabiarnir uoru 30G (sjá bls. (59). Kveldhugsun. Komdu út í kveldsins frið, Kvrðin rikir bliða, Himinn bjartur brosir við, Blika stjörnur víða. Grund þótt hyljist gadd og snjó, Getur þú að líta Dýrðarsjón er drottinn bjó Dróttum landsins bvíta. Horfðu upp í himinsal, Hugann láttu sveima Yfir fold með fjöll og dal, Fljúgðu um víða geima; Birta Guðs þá birtist þér Björt í stjörnu-skini, Bak við tjöldin sálin sér Sína beztu vini. Síríus þér sýnist skær, Samt skal lengra halda! Vetrarbraut, er birtu slær Blítt á bjarnið kalda, Vera skal þjer vegleg braul Veldi guðs að skoða;

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.