Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 1

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 1
ÆSKAN BARNABLAÐ MEÖ MYNDUM XI. árg. Eignarrétt heflr: St.-Stúka íslands [I.O.G.T.] Rvík. Nóv. 1908. Ritstjóri: ír. Friðriksson. 20—2l.tbl Hlýðni. »Af hlýðninni má pekka þá, Sem þjóna Drottni vilja; Þar hetjur sterkar Herrann á; Pvi hlutverk sín pær skilja«. Þannig stendur i gömlum sálmi. Jeg held að öll börn langi til þess að vera »sterkar hctjur«, en til þess verða þau að temja sjer hlýðni. Hlýðnin er líka mikill blessunarvegur. Abraham fjeltk mikla blessun sökum hlýðni sinnar. Fjórða boðorðið, sem talar um að heiðra foreldrana gefur fyrirheit. Eng- inn sem er óhlýðinn getur rjettilega heiðrað föður eða móður. Þessvegna er hægt að segja að fjórða boðorðið sje um hlýðni. »Hlýðni er betri en fórn!« sagði Samúel við Sál konung, þegar hann var að færa drottni gjafir en var þó óhlýðinn guði. Mörg börn vilja í'æra foreldrum sínum jólagjöf, en slík- 9r gjafir eru ekki mikils virði ef börn- in vantar hlýðni. Hlýðni er betri en stór jólagjöj. Ennfremur verður aldrei sá góður að stjórna, sem ekki kann að hlýða. Eitt af þvi, sem gjörði Rómverja svo volduga var það, að þeir kunnu nianna bezt að hlýða. Sá sem lærir að hlýða guði, sá verð- ur líka hlýðinn bæði við foreldra sína og rétta yfirboðara, í öllu því sem rjett er. En fremur ber að hlýða guði en mönnum. Þegar menn skipa það, sem er rangt og móti guðs boði, ber ekki að htyða því. Jóset var htyðinn húsbændum sín- um í öllu nema i þvi, sem var synd móli guði. En við hlýðnina við guð fann hann veg upp að hásæti konungs. Á bæ einum hjer á íslandi vareinu sinni kona, sem átti 3 syni. Hún var ekkja og bjó með manni, sem var ráðsmaður hennar. Þaubjuggu á bæ, sem var mjög afskektur. Þau stálu miklu af fje úr afrjettinni. Yngsli son- ur ekkjunnar vildi aldrei taka þátt í þessu athæfi. Hann vildi heldur hl57ða guði. Eftir nokkur ár komst allt sam- an upp og öllu hyskinu var hegnt harðlega nema þessum dreng, þvi það kom í Ijós, að hann hafði aldrei tekið hendi til stuldanna, Honumvarkom- ið fyrir á góðan bæ og varð seinna góður bóndi í sveit sinni. — Hannvar hetja. Ef þið viljið sjá hvernig hlýðnin við guð hefur gjört menn að »sterkum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.