Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1912, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1912, Blaðsíða 2
58 Æ S K A N Gj T% QL Gb "u Qj 7% Q*q Saga eftir A. V o 11 m a r. (Framh.) Það var hörmuleg heimkoma. Það er vist áreiðanlegt, að aldrei höíðu þau Vendelins-hjónin kent eins sárt til út af aumingjaskap sonar síns og Tila- hjónin út af þessum hraustbygða, hálf- þrituga syni sinum, sem nú stóð frammi íyrir þeim og þorði ekki að líta upp á þau. »Betra er að vera barnlaus en að eiga annan eins son!« hrópaði Tíli upp yfir sig. »t*ii varst augasteinninn okkar, einka- barnið okkar, og áttir að verða hrós okkar og prýði«, mælti móðir hans grátandi. »Eg er nú búinn að leggja alt i söl- urnar fyrir þig«, mælti faðir hans reiðu- Iega; »ég og móðir þín höfum neitað okkur um öll lífsþægindi til þess ein- göngu að geta látið þig hafa það alt. En hlustaðu nú á skilnaðarmál mitt: Eg geri nú ekki meira fyrir þig. Þú ert hraustur og heilbrigður og búinn að læra ýmislegt, þótt þú kunnir ekk- ert að gagni. Sýndu okkur nú, hvar og hvernig þú getur haft ofan af fyrir þér. Þú mátt verða hvað sem þú vilt: iðnaðarmaður, daglaunamaður eða her- maður, — ég læt mig það engu skifta. Ef þér getur nokkuð orðið úr sjálfum þér, ef þú getur haft ofan af fyrir þér með heiðarlegu móti, þá máttu koma aftur, og þá skal ég heita þér þvi, að við munum aftur veita þér viðtöku sem syni okkar. Eg hefi lengi, alt oí lengi, árum saman haft þolinmæði við þig; en kærleiki okkar hefir ekki komið þér að neinu haldi. Eg skal borga allar gömlu skuldirnar þínar, en ekki einum eyri meira. Eg lofa þér þessu, og vertu nú sæll!« Að svo mæltu gekk gamli maðurinn út, og leit ekki einu sinni á son sinn að skilnaði. En móðir hans vaíði hann að sér og hvíslaði honum hugg- andi orðum í eyra, en hann lagði höfuð sitt í skaut hennar og grét. En það var ekki sorg foreldranna, sem kom honum til að gráta, heldur ólán hans sjálfs, og hann grét ekkí af þvi, að hann kannaðist við synd sína. Hann taldi sér trú um, að hann væri einn at þeim mönnum, sem óhamingjan elti á rönd- um og ætti sér enga heillastjörnu. »Þú ert óhappa-gaukur«, mælti hann við sjálfan sig að lokum. »En reyna skal ég það enn, hvort hamingjan er ekki með mér. Vertu sæl, móðir mín! Mér þykir leitt, að ég héfi bakað þér sorg og mæðu. En — annaðhvort verð ég orðinn reglumaður, þegar þú sér mig næst, eða þú sér mig aldrei framar«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.