Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 10

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 10
VIII JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1912 og við sungum jólasálniana. Ég söng með að nafninu til, þótt hugur minn væri á sífeldu reiki. Mér var órótt í skapi af þvi ég fann, að ég hafði breytt illa og ranglega við hana móður mína, sem mér þótti þó vænst um af öllum mönnum. Mig langaði svo sárt til þess að leggja hend- urnar um hálsinn á henni og hvisla að henni því, sem var orsök í ógleði minni og órósemi. Mamma bar svo kaffi og nóg af ýmiskonar brauði á borðið, og við fengum nægju okkar af vöfflum og lummum og kleinum. — »Við búum svo vel núna«, sagði manna. »Við er- um ríkari á jólunum núna en i fyrra. Guð gaf mér heilsu og krafta, svo ég gat unnið. Allar góðar gjafir eru frá honum; en bezta gjöfin hans er þó jólagjöfin, sem hann gaf okkur, þegar hann gaf okkur son sinn Jesúm Krist fyrir frelsara og bróður«. Mamma talaði meira við okkur um þessi efni og voru orð hennar eitthvað á þessa leið. Svo kysti hún okkur öli og óskaði okkur gleðilegra jóla. Gleðileg jól! Pau orð snertu mig mjög. Ég fann, hversu sárt það var að eiga ekki gleðileg jól. Ég reyndi þó enn um stund að láta á engu bera. En þegar mamma kom rétt á eftir með sinn böggulinn handa hverju okkar systkinanna, þá fékk ég meira enlítinn hjartslátt. Soffía litla hljóðaði upp yfir sig af gleði og undrun, þegar hún sá fallegu brúðuna, sem var í bögglinum hennar, og Skúli fór óðara að hlása í lúðurinn, sem hann fékk. En ég sjálfur? Hvernig varð mér við. er ég reif bréfið utan af mínum böggli og þar var komið hvíta skipið fallega, og rauðu stafirnir blöstu við mér: »Gleðileg jól!« Ég lagði skipið frá mér á borðið, grúfði andlitið i hendur mér og hágrét. Mömmu varð ilt við. Hún hafði beðið þess brosandi að sjá gleði mína yfir þessari snotru jólagjöf, en í stað þess að fagna og vera glaður, fór ég að gráta. Hún tók mig i fang sér og vafði mig upp að sér. Svo sagði ég henni sög- una af skipinu og mér, hikandi og stamandi með gráti og snökti. Ég man vel þá stund, börnin góð«, sagði afi gamli eftir dálitla þögn. Ég man líka ofur-vel, hvað hún mamma mín gerði. Hún ávitaði mig ekkert, þó ég ælti það skilið, heldur þerraði af mér tárin, kysti mig og kallaði mig blessaðan drenginn sinn. Hún tók Nýja-testamentið og flelti upp jólaguð- spjallinu og benti mér á þessi orð: ,Yður er i dag frelsari fæddur4. »Hann fæddist til þess að gefa öllum óróleg- um hjörtum frið og huggun«, bælti hún við, »hvort sem það eru lítil og við- kvæm barnahjörtu, sem titra af angist og ótta yfir synd sinni, eða það eru eldri hjörtu, sem eru hrædd og skelfd yfir syndum sínum og brotum gegn Guði. Ef við að eins leggjum öll ráð okkar í hendur hans og felum honum sorgir okkar og syndir, þá eigum við í sannleika gleðileg jól«. Svo leit mamma i augu mín, og ég sá að hún hafði fyrirgefið mér, og ég vissi og fann að Jesús hafði gert það líka. Þá fæddist jólagleðin afturi hjarta mínu og hún hefir ekki vikið þaðan síðan, því ég veit, að á jólunum fæddist hann, sem frelsar frá synd og glötun«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.