Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 14

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 14
XII JÓLABLAÐ ÆSKUNNAB 1912 eru eins góðir og þeir ættu að vera. Og tveir drengir, sem báðir voru eldri en Tumi, hötðu reiknað út, að kenslu- konan biði ekkert sérlegt tjón við það, hvort hún fengi fáeinum perum meira eða minna. En það var vandinn meiri að ná i þær, því neðstu greinarnar voru svo veikar að þær gátu brotnað; ann- ars heíði verið hægðarleikur að klifra upp í tréð. Þeir sögðu við Tuma, að hann væri nógu léttur, en auðvitað þyrði hann það ekki, af því að hann væri svo lítill, Hefðu þeir baraekkisagt aðhann þyrðiþað ekki, af því að hann væri svo lit- ill, þá hefði Tumi staðist freisting- una; en það var nú hans mesta löngun að vera einn af röskustu drengjunum í skólanum. Þess vegna svaraði hann, án þess að hugsa út í hvað hann sagði : »Það er hægðarleikur, — það þori ég áreiðanlega!« Eftir skólatíma um daginn læddust þessir 3 samsærismenn niður með girð- ingunni, þangað sem steinn einn var dottinn út, og gátu þeir hæglega klifrað þar yfir og inn í garðinn. Tumi var ekki svo mjög að hugsa um perurnar sem hitt, að sýna hinum drengjunum, hve fimur hann væri. Nú kom þeim saman um'að Tumi skyldi standa uppi á öxlum hærra drengsins og ná þannig upp i neðstu hliðargreinina. Þar héngu 5 þroskaðar perur. Minni drengurinn var nú að hjálpa Tuma upp á axl- irnar á þeim stærri, þegar þeir alt í einu heyrðu rödd rétt hjá sér: »Nei, hvað sé ég? Eruð þið komnir að hjálpa mér til þess að ná perunum nið- ur? En hvað það er fallegt af ykk- ur! Þið hafið vist heyrt, þegar ég i morgun var að segja, að ég þyrfti að ná i hann Jón gamla á Bergi til að hjálpa mér. Nú þarf ég hann ef til vill ekki, fyrst þið voruð svona vænir«. Liflu sökudólg- arnir^stóðu eins og steini lostnir. Þar stóð skólastýran kát og glöð og vin- gjarnleg, eins og henni dytti ekki i hug, að þeir væru komnir i nokkru öðru erindi en að hjálpa henni. »Já, biðið nú við«, sagði hún. Það er bezt að ná í hana Gretu og stiga og nokkrar karfir. En hvað þetta verður gaman!« Hún kallaði á vinnu- konuna og svo var tekið til starfa.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.