Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 12

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 12
X JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1912 að þeir væru úti í stórviðri. Af þessu urðu báðir stórir drengirnir vitlausir að hlæja, en Tumi varð svo sneyplur, að hann drap höfði niður svo mjög, að hann rak ennið i borðið. »Nú, nú, þarna skælir hann!« sagði annar drengjanna. Það vildi Tumi ekki láta ásannast. »Eg er ekkert að skæla«, sagði hann og setti upp hörkusvip. »Yertu ekki að þessu, Áki litli«, sagði kenslukonan. »Ertu búinn að glevma þvi, að þú máttir lil að skrifa núll i heila viku, fyrst eftir að þú komst í skólann, af ])ví að þau urðu alt af eins og bollur í laginu‘?« 0000 0 Nú varð aftur skellihlátur og Tumi hafði að fullu og öllu náð sér aftur. I »kortérinu« hélt hann sig mest að Gústu; hún var feimin eins og hann og þótti vænt um að mega standa hjá honum. En þegar hann dró upp úr vasa sínum fullan bréfpoka af brjóst- sykri og gaf henni lúkurnar fullar, fór fjöldi af skólasystkinum þeirra að um- kringja þau, og höfðu þau öll allgóða lyst á brjóstsykri. »Þið megið fá all saman«, sagði Tumi i gjafmildi sinni og lagði örlátlega í lófa allra, sem réttu fram höndina, unz hann hafði ekkert eftir sjálfur. En marga vini vann hann sér. Og þegar kallað var á börnin inn aflur, gekk Tumi yiir skólablettinn upplitsdjarfur og glaður, og hafði lagl handleggiun um hálsinn á öðrum dreng. Það var nú lyrsta daginn að Tumi var feiminn. Feimnin fór brátt af honum, en þvi miður varð lærdóms- ákaíinn henni samfei'ða. Það fór að verða fullerfitt að skrifa spjaldið fult einu sinni á undan kortérinu, en fyrst gat hann vel gert það tvisvar á sama tima. Þar á móti óx kunningskapur- inn við hin börnin á hverjum degi, og það var all af nóg umtalsefni á reið- um höndum að hvíslast á við sessu- nautana. Það hefðu vísl komið færri tölur á spjaldið, ef kenslukonan hefði ekki liaft þessi dæmalausu augu; alla skapaða hluti sá hún; alt af vildi svo til, að Tumi mælti augnaráði hennar í hvert sinn er hann allra sízt vildi að hún sæi til hans; enda sögðu börnin, að hún hefði augu í hnakkanum, og það sagði hún jafnvel sjálf. Tuma þótti versl að vita ekki, hvort það væri sagl i gamni eða alvöru. Spyrja vildi hann ekki, svo að ekki yrði hlegið að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.