Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1914, Síða 4

Æskan - 01.09.1914, Síða 4
68 Æ S K A N. líka allshugar feginn, þegar hann sá gamla manninn, sem verið hafði nágranni þeirra heilt ár og gert þeim svo margan greiða. »Eg sé, að þið eruð nú flutt úr kofanum ykkar í Markarfjalli og ætlið að fara eitthvað út i veröld- ina«, mælli Kristján, þegar systkinin voru farin að átta sig á þessum ó- vænta samfundi þeirra. »Já, það gleður mig að hitta ykk- ur hérna. Eg var sem sé á leiðinni til yltkar, og fyrst ég hitli ykkur hérna, þá þarf ég ekki að fara lengra. Eg hefi áriðandi fréttir að færa ykk- ur af pabba ykkur«. »Af pabba?!« hrópaði Jóhanna upp. »Hafið þér fundið hann? Gelið þér sagt okkur, hvar hann er?« »Eg hefi bæði hitt hann og talað við liann, og ég get sagt ykkur, hvar liann er. llann liggur veikur í dá- litlum kofa, sem hann hefir bygt sér í Úlfadölum; þar settist hann að til að leita að gulli. Ilann var mjög veikur, þegar ég skildi við hann, og hafði víst mikinn hita. Eg hraðaði mér því af stað til að láta ykkur vita það, og því hittist vel á, að ég skyldi rekast á ykkur hérna. Ann- ars hefði ég orðið að fara alla leið til Markarfjalls og þá hefði ég þurft helmingi lengri tíma«. Systkinin létu nú auðvitað hverja spurninguna reka aðra, en ekki fengu þau að vita öllu meira en þetta, sem Kristján var búinn að segja þeim. Pabbi þeirra var svo veikur, að hann gat ekki skrifað þeim. Já, hann var svo veikur, að það var óvíst, að hann næði nokkurn tíma heilsu og kröftum aftur, nema þvi að eins, að hlýjar hendur kæmu til að hjúkra honum. Úegar þau kæmu til föður sins, þá gæti hann sagt þeím sjálfur, hvers vegna þau hefðu ekki fengið neinar fregnir af honum allan vet- urinn. Þetta gat Kristján gamli sagt þeim; en ekki mintist hann einu orði á, að hann hefði ótilkvaddur farið alla þessa löngu leið lil að sækja þau til hans eða segja þeim, hvernig honum liði. Þegar Kristján var búinn að segja þeim alla söguna, þá urðu systkinin mjög hljóð á eftir; þeim félst mjög um að heyra, að faðir þeirra væri veikur. En af því að hann vildi feginn rjúfa þessa ömurlegu þögn, þá mælti hann: »Já, fyrsl þessu er nú svona varið, þá er víst bezt, að ég fari héðan aftur hið bráðasta«. (Framh.) Tréskálin. Gamall maöur, sem var oröinn dauf- lieyröur, sjóndapur og ellihrumur, átli lieima hjá syni sínum. Pegar liann nú sat og borðaði, var iiann svo skjálfhent- ur, aö hann misti stundum nokkuð niður af matnum; þótli syni lians og konu lians svo fyrir pessu, aö þau vildu ekki láta hann borða við borðið með öðrum, held- ur létu hann borða úli í horni úr leir- fati af svo skornum skamti, að hann fékk naumast saðningu sína. Oft leit hann upp á borðið með tárin i augunum. Einu sinni var hann svo óheppinn, að hann braut leirfatið, sem hann borðaði af. Konan varð reið og snupraði hann fyril' þetta. Ilún keypti þá tréskál handa hon- um, en hún var mjög lítil, og úr hcnni borðaði hann. Pegar verið var að borða einn dag, kom sonur hjónanna, sem var 5 eða 6 ára gainall, inn í stofuna með spítnarusl. Faðir hans spurði hann, hvað liann ætlaði að gera við spílurnar, og drengurinn svaraði: »Ég ætla að búa lil tréskái, sem þú og móðir mín eiga að borða úr, þegar ég verð stór«. Hjónin hugsuðu að hið sama kynni að drifa á daga þeirra í ellinni. Þau fóru að grála. Pví næst leiddu þau gamla manninn að borðinu og Jétu liann upp l'rá því borða með sér og voru miklu betri við hann eftir þetta. (Smás. P. P.). G. Viggó Jónsson.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.