Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 6
4 Æ S K A N þetta ósvífna meðferð, en þegar ég svo athugaði málið betur, þá sé ég að þetta var bara rétt. Hann hafði reyndar fullan rétt til þess að þykjast af heiðri og frœgð ættar sinnar, en það átti þá líka að vera honum knýjandi hvöt til að verða að nýtum inanni sjálfur". “Jú, jú, þannig er það, ungi maður“. „Ég er að brjóta heilann um, hvernig þar muni vera húsum háttað“, sagði Bengt og mintist þá hins litla snotra heimilis mömmu sinnar, með gulum gluggatjöldum, gólfábreiðum, sólskini og blómum. „Vinnumannaskálinn þar hlýtur að vera stór“. „Nemendurnir eru þó varla látnir húa þar?" „Hvar ættu þeir annars að vera? Held- urðu að hóndinn hafi slíka villigelti á sínu eigin heimili? Ó, nei, ég held nú síður. Hann á þrjár ungar dætur, sem honum er ant um, og þær fá ekki að hafa samneyti við afvegaleidda stráka". „En hvað gera þeir þá í tómstundum sinum?“ „Þeir hafa nú væntanlega ekki margar tómstundir, en þeir sofa þá flestir. Reyndar spila víst sumir þeirra á spil á næturnar“. „Og leyfir bóndi þeim það?“ „Nei, en hvað getur hann ráðið við það? Hann hefir sagt þeim að spila- mcnska og drykkjuskapur megi ekki eiga sér stað, en þá gera þeir það bara í laumi“. „Svei! Ég skal þá reyna að fá þá of- an af því“, sagði Bengt með nývaktri al- vöru og einlægni. „Þykir þér þá ekki gainan að spila? Það er sagt, að hónda þyki sjálfum gam- an að spila, og meira að segja kvað það koma fyrir, að hann fær einhvern pilt- anna sem fjórða mann í spil við og við ef mann vantar“. „Jæja. En komi það fyrir, að hann hjóði mér slikt, þá segi ég honum, að hann geti ekki stjórnað piltunum með þessu móti. Ég spila heldur aldrei á spil. Manima hefir æfinlega sagt það vera lé- lega skemtun. Mamma álitur tímann of dýrmætan til þess að kasta honum á glæ“. „Ég býst nú varla við að þú hafir kjark til að segja þetta við húshónda þinn“. „Jú, það held ég. Eg skil ekki í öðru en að ég' hafi Ieyl'i til að hafa mínar eig- in skoðanir á hlutunum, þó ég sé ekki ncma 16 ára“. „En þá segir Jón bóndi að þú sért illa uppaljnn sláni. Og félagar þínir gera gys að þér. Einliverja skemtun verða þeir þó að hafa“. „Eg skal kenna þeim að tefla skák. Við mamma vorum oft vön að tefla eða spila á hljóðfæri. Skáktafl er mikið hctri og meira þroskandi skemtun en spil“. „Mér virðist það nú ekki vera við verkamanna hæli að neinu leyti, að hamra á slaghörpu. Þar að auki krefst það svo mikillar æfingar". „Ekki þarf ég að æfa mig rieitt mjög mikið. Mér veitist létt að spila og það getur vel verið eins ástatt um suma af hinum væntanlegu félögum mínum. Mamma sagði líka, að við ættum að syngja inikið. Við getum vel sungið fjór- söngva og ættjarðarkvæði. Líf og starf verður léttara við söng“. „Já, þelta getur satt verið, en ég held nú samt að félagsandinn og félagslífið nái yfirhöndinni að lokum. Maður má ekki ganga sínar eigin götur hér í lífinu, þvi þá fellur maður í ónáð; maður verður heldur að kappkosta að fara troðnar leið- ir, ungi maður, því það er miklu auðveld- ara en að brjótast áfram eftir nýjum ókunnum vegum“. „Ég er alveg óhræddur við lífið og ekki óltast ég örðugleikana heldur. Mamma sagði æfinlega: „Ráðvendnin reynist hezl“ og að maður skyldi varast allan ótla við menn. Hún sagði líka, að maður ætti ekki æfinlega að haga sér eins og all-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.