Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1927, Blaðsíða 8
G Æ S Ií A N ir aðrir, heldur eins og maður sjálfur á- Iiti bezt og réttast. Ég þrái reglulega að glíma við örðugleikana!“ Æskuþróttur og hrifning stælti vöðva hins unga sveins, er hann mælti þessi orð, og endurspeglaðist í hinu fagra og svip- mikla andliti hans. „Það er að miklu leyti á hvers manns valdi sjálfs, hvort hann verður að manni eða ekki“, bætti hann við og fanst í hug- anum að hann væri þegar orðinn það sjálfur. „Ég er yður sammála um það, að það er á sjálfs manns valdi að fullkomna gott verk, sem bygt cr á grundvelli góðs uppeldis", sagði gamli maðurinn. „En viljið þér lofa mér einu, ungi maður? Berið móður yðar kveðju mína og segið henni að ég sé þess fullviss, að drengn- um hennar lánist lífið vel, ef hann held- ur áfram því verki, sein hún hefir hafið“. „Nú þraut þróttinn i augum Bengts, því þau urðu hjúpuð tárum. Hann sá í huganum gleðiglampann í augum móð- ur sinnar, er hún fengi þessa kveðju. „Segið henni einnig“, bætti maðurinn við, „að drengurinn hennar skuli ekki finna til föðurleysisins meðan hann dvel- ur á heimili Jóns bónda á Stóra-Bergi“. „Já, þökk fyrir, en — hvernig vitið þér---------?“ „Já, talið þér út! Skiljið þér ekki, ungi vinur minn, að Jón bóndi vildi kynnast honum Bengt litla dálítið, áður cr hann tæki hann á heimili sitt?“ Með barnslegum roða í kinnum stóð Bengt upp og tók á móti þéttu handtaki tilvonandi húsbónda síns. Hann hugs- aði nú til hinna djarflegu tilsvara sinna og dóma um Jón bónda og var því ekki alveg laust við að augnaráð hans væri dálítið hikandi og spyrjandi. „Munið eftir því, að þér sögðuð sjálf- ur, að Jón bóndi væri þektur að því að vera réttlátur og bætið þar við kjörorði móður yðar: „Ráðvendnin reynist bezt“, og þá mun yður farnast vel. En nú skul- um við koma út. Á næsta viðkomustað eigum við að skifta um lest“. Nú uingekst hann Bengt þegar eins og lærisvein sinn og vin. Jafnskjótt og Bengt var kominn í ró og næði í litla herberginu sínu, er hann fékk til íbúðar, þá skrifaði hann móð- ur sinni þær gleðifréttir, að Jón bóndi umgengist hann „nærri því eins og hann væri sonur hans“. Jólin heima. að er komið rétt að dagsetri; ofurlitil ljósrönd sést upp yfir vesturfjöllunum. Það er orðið aldimt, himininn er alstirndur og það hvilir kyrð og friður yfir sveit- inni. Jólin eru að koma, jólin, frelsis- og friðarhátíðin. Menn hafa drifið sig meira við verk sín í dag en aðra daga, til þess að hafa lokið þeim áður en jólahelgin byrjar. Nú klæðast allir í sparifötin; út úr hverju andliti skín friður og gleði, því allir gleðjast á jólunum. Börnin eru mjög glöð; þau cru orð- in prúðbúin og setjast nú í kringum ömmu; hún segir þeim fallegar sögur á meðan mamma er að tilreiða jólamatinn. Börnin biða róleg. Brátt kemur mamma inn; hún ber bakka fullan af hrokuðum inatardiskum. Á eftir henni kemur pabbi með fult fangið af böglum; í þeim eru jólagjafirnar. Börnin renna hýru auga til böglanna. — Nú útbýta þau gjöfunum, pabbi og mamma, allir fá eitthvað, sem þá hefir langað til að eign- ast og þeim keinur vel. Börnin hlaupa í fang foreldranna og þakka gjafirnar; svo er nú sezt að borðum. Að máltíðinni lokinni fer pabbi út í kirkju með drengj-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.