Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 3
ÆSK AN 11 jörðin er heit að innan. Það sanna eldgosin og hverirnir. Meðan skorpa þessi var þunn, var injög heitt á jörðinni. Gróður og dýra- Jíf var því alt öðruvísi en nú. Þjettir og þykkir frumskógar þöktu stór svæði, þar sem láglent var. Þessir skóg- ar litu mjög einkennilega út. Það voru ekki trje eða runnar, eins og nú ger- ist í skógum, heldur stórvaxnar burknajurtir og ákaflega hávaxin elt- ing. Hún gat orðið eins og stórt trje. Það voru beinlínis til stórir skógar af þessari eltingu. Þannig var nú jurtalífið fyrir mörg þúsund árum síðan. Menn vita ekki, hvað langt er síðan. Nú vitið þið, að skógarhríslurnar, grösin og blómin lifa ekki altaf. Þau deyja, leggjast út af og rotna. Með tím- anum verður þetta að mó. Það er mik- ið af mó hjerna á Islandi og hann er mikið notaður. í þessum mó má oft sjá trjástofna og greinar. Heilar hrísl- ur, sem einu sinni, fyrir löngu síðan, hafa breitt sig út mót sól og sumri. Þá var hún „hrísla á grænum bala“. Nú er hún djúpt í jörð. Alveg eins gekk þetta til með stóru burknana og eltinguna. Þessi gróður dó út og mynd- aði þykt lag af rotnuðum jurtaleyfum. Upp af þessu uxu nýjar jurtir. Þær lifðu sitt líf, dóu og mynduðu ný lög. Þannig hcfir það gengið koll af kolli. En þetta hefir telcið svo óralangan tíma, að við getum varla gert okkur grein fyrir því. Loks varð þrýstingin á neðstu lögin svo mikil, að þau þjöppuðust saman og urðu með tíman- um að þessum beinhörðu, gljáandi kol- urn, sem við brennum. Kolalögin í jörðinni eru ekki mjög þykk, mest um tvo metra. En þau eru mörg. Sumstaðar á Englandi hafa fundist 76 lög hvert yfir öðru. Á milli laganna er leir og sandsteinn, Sjötíu og sex sinnura hefir þarna vaxið ým- iskonar gróður, dáið, rotnað og mynd- að jarðveg fyrir nýjar jurtir. Þegar þessar jurtir, sem myndað hafa kolin, voru til, lifðu engir menn til þess að notfæra sjer þær. Þær lifðu því svo að segja án þess að nokkur hefði gott af þeim. Nú getum við not- að þær í okkar þarfir. Jörðin hefir geymt þær fyrir okkur, þangað til við höfðum vit á að nota þær. Nú kunnið þið að spyrja: Hvernig fara menn að vita alt þetta? Er þetta ekki tóm ágiskun? Nei, menn þurfa ekki að geta sjer þessa til. Þeir geta lesið það. Þetta er nú skrítið. En lögin í jörðinni eru eins og blöð i bók. Á þessi blöð geta jarð- fræðingarnir og vísindamennirnir lesið. Þar hafa þeir lesið söguna um kolin. Þessa sögu hefi jeg nú reynt aí^ segja ykkur. Jeg veit ekki, hvort þið; hafið skilið hana, en þá skuluð þið spyrja fullorðna fólkið. „Sá sem aldrei sjiyr, veit aldrei neitt“, segir máltækið. Þið skuluð ekki láta það sannast á ykkur. 1 næsta blaði ætla jeg að segja ykk- ur sögu af litlum dreng, sem vann í kolanámu. Hann getur frætt ykkur á því, hvernig þar um horfs. G. G. Hvað getur þú orðið? Jeg skal segja þjer það. Þú getur orðið athafnamaður, sem eitthvað mikið liggur eftir — og fífl, sem ekkert kann nema málæðið. Að hugrökkum manni — og að hug- leysingja, sem flýr ef á reynir, eins og hræddur hjeri. Þú getur orðið manndómsmaður, sem keppir að ákveðnu marki — og vindhani, sem snýst fyrir minsta vind- blæ. Heiðarlegur starfsmaður, sem \

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.