Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1928, Blaðsíða 6
14 ÆSK AN steypti sjer í sama bili niður í vatnið. „Bíddu, biddu“, kallaði Friðrik, en enginn svaraði. Hann beið eina klukkustund, hann beið aðra til. Það var komin niðdimm nótt, en engin hreyfing sást á vatn- inu. Unglingurinn andvarpaði sáran. Hann þóttist iila svikinn. Hann snjeri sjer við til þess að fara. En þá varð hann var við fiðlu foss- búans. Hún lá við fætur lians. Og þegar hann tók bogann í hönd sjer, þá fann hann titrandi straum fara alla leið frá fingrunum og upp í öxl. Hann gat ekki stilt sig um að reyna. Úr strengjunum ómuðu sömu silf- urhreinu tónarnir og áður, þegar foss- búinn ljek. Fuglarnir komu fljúgandi. Fiskarnir ráku höfuðin upp úr vatn- inu. Skógardýrin komu fram úr skóg- arþykninu, og horfðu á hann. Unglingurinn skildi ekki neitt í neinu. En hver tilfinning, sem bærðist í brjósti hans, leið fram í fingurgóma, og úr fingrunum inn í strengi fiðlunn- ar. Og strengirnir túlkuðu hana fyrir heiminum á máli tónanna. Glaður hjelt fiðiuleikarinn ungi heim til borgarinnar. Fólkið þyrptist að honum úr öllum áttum. Hann fór land úr landi. Hann ljek fyrir konunga og drotningar. Það rigndi yfir hann gulli og gersemum. Hann hefði getað orðið vellríkur mað- ur, ef hann hefði ekki verið sannur listamaður. — Þeir verða sjaldan ríkir. Rakaratæk j unuin hafði hann farg- að. Þess vegna ljet hann hár sitt vaxa. Og margir listamenn hafa í því fyigt dæmi hans. M. J. þýddi. Heimagangurinn á Keldum. Eftir Helgu Skúladóttur frá Keldum. Það getur oft verið gaman, að at- liuga hátterni dýranna. Margir kunna að segja ýmsar sögur af vitsmunum hunda og hesta. En þeir eru fáir, sem veita sauðkindinni verulega athygli. Hún er venjulega álitin sauðheimsk, eins og nafnið bendir til. Hún getur þó haft vit fyrir sig og mentast við það að mngangast mennina. Jeg á að ininsta kosti eina slika minningu, sem mjer finst vel þess verð, að minst sje á. Heimagangurinn var nefndur Steinn. Tilefni til þess nafns var það, að þegar hann var hálfsmánaðar gamall týnd- ist hann og allir hjeldu að hann væri dauður. En honum var lengra lífs auð- ið. Eftir annan hálfa mánuðinn fanst hann í holu undir steini, þar sem hann gat hvorki hreyft legg nje lið. Hann var mjög máttfarinn og gat elcki stað- ið. Fyrst var hann eingöngu nærður á gráblandi, en hann hrestist skjótt. Hann virtist una sjer allvel meðal mannanna, sem hann upp frá þessu ólst upp með. Á fyrsta aldursári hans var siður að færa frá. Elti hann þá jafnan mjalta- konurnar og hjálpaði þeim drjúgum við mjaltirnar. Mun það hafa aukið vöxt hans og framför. Steinn var snögghærður og gulleitur i andliti og á fótum. Þegar hann elt- ist, gerðist hann mikill að vallarsýn. Það sópaði af klaufsíðum lagðinum, þar sem hann var á ferðinni. Þekt- ist hann langt að frá öðrum sauðum, sakir vaxtar og vænleiks. Á vorin og haustin fram að jólum, var hann alt af heima. Þá hafði hann ýmsar leiðir til þess að afla sjer fæðu. Hann sá einn fyrir öllu kálinu, en það var alveg eins og hann vildi forðast

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.