Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1928, Page 7

Æskan - 01.05.1928, Page 7
***************************************** * ( * * *^msl%if£inq'uvinn. * * Eftir Selmu Lagerlöf. Aí. Jónsdóttir þýddi * * * ***************************************** Frh. Bóndinn lyfti konunni í söðulinn, og ætlaði sjálfur að stiga á hak hesti sín- uin. En þá mundi konan alt i einu eft- ir umskiftingnum. „Hvað eigum við að gera við umskift- inginn?“ spurði hún. „Já, hvað er eiginlega orðið af lion- um?“ sagði maðurinn. „Hann liggur þarna undir runnan- um“. „Það fer vel um hann þar“, sagði maðurinn og hló kuldahlátur. „Við verðum víst að hafa hann heim með okkur, við getum ekki látið hann liggja hjer úti ú víðavangi", mælti konan. „Jú, það getum við sannarlega“, sagði maðurinn og setti fótinn í istaðið. Konunni fanst, að bóndinn hefði al- veg rjett fyrir sjer. — Vissulega áttu þau ekki að annast harn tröllkonunnar. Hún reið Hka af stað á eftir manni sinum. En alt i einu var henni ekki unt að halda lengra. „Þetta er þó að minsta kosti barn“, hugsaði hún. „Jeg get ekki fengið af mjer að láta það liggja þarna og verða úlfunum að bráð“. „Þú verður að fá mjer krakkann", sagði hún. „Það dettur mjer ekki í hug“, svar- aði hóndi, „það fer nógu vel um hann, þar sem hann er“. „Ef þú fær mjer hann ekki núna, þá verð jeg að fara, i kveld, að sækja hann“, sagði konan. „Það er víst ekki nóg með það, að tröllin hafa tekið barnið mitt“, tautaði máðurinn, „þau hafa Hka ært konuna mina“. En hann tók harnið samt npp og fekk konu sinni, því að hann unni henni hugástum og var vanur að láta all liggja í hennar skauti. —• Flýgur fiskisaga. — Daginn eftir komu margir að heimsækja hjónin. Atburðurinn var kunnur orðinn um alla sveitina. Ýmsir þóttust vita lengra en nef þeirra náðu, og allir vildu leggja orð í belg og liöfðu ráð undir rifi hverju. „Besta ráðið er að strýkja strákinn með hörðum vendi“, sagði einhver. „Hvað stoðar það, að vera svo grimm- ur við hann“, mælti húsfreyja. „Þótt hann sje leiður og ljótur, þá á hann enga sök á þessu“. „En sje hann barinn til blóðs“, svar- aði sú, sem ráðið gaf, „þá kemur tröll- skessan þjótandi, fleygir drengnum þínum, en tekur hinn í staðinn. Jeg veit mörg dæmi þess, að menn hafa á þann liátt náð börnum sínum úr klóm tröllanna". „En þau börn verða sjaldan lang- Hf“, greip önnur fram í. Og konan vissi með sjálfri sjer, að þessu ráði gat hún eigi hlýtt. Um kveldið sat hún stundarkorn ein inni hjá umskiftingnum, þá greip hana svo sár þrá eftir drengnum sínum, að hún vissi engin sköpuð ráð. „Ef til vill ætti jeg að reyna að flengja hann, eins og mjer hefir verið ráðlagt“, hugsaði hún með sjer, en sat þó kyr. Þá kom bóndi inn í stofuna með

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.