Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 9

Skírnir - 01.01.1920, Page 9
Skírnir] Jóhann Sigurjónsson. S óvægnum viljum, sem urðu að taka á sér öllum áður en annar fékk hinn beygt. II. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar minnir lítið á sagnirnar um Höllu og Eyvind. Hann hefir stuðst við þær í ytri sögu leiksins, en eins og skáldi sæmir not- að þær með fullu frelsi, valið og hafnað, breytt og aukið, — alt eftir þvi, sem meginhugsanir leiksins kröfðust. í þjóðsögunum er Halla hin mesta norn, »svipill og ógeðsleg*. Hún á mörg börn, sum með látnum manni sín- um, sum með Arnesi. Eftir að þau Arnes hafa drekt pilti nokkrum niður um ís, strjúka þau til fjalla. I för taeð þeim er Eyvindur, lánleysingi, sem hafði sezt að hjá Höllu, og með honum flækist hún svo víða um landið. Þau eru oft handsömuð, en ganga bygðarmönnum jafnan úr greipum. Jóhann hefir gert söguna einfaldari og miklu fegurri. Halla er í leiksbyrjun ung og falleg ekkja, barnlaus, glað- lynd og blíðlynd, undir niðri þóttafull og heit í skapi. Þau Eyvindur fella ást hvort til annars, og þegar hann fær ekki lengur haldist í bygðum, sakir gamalla afbrota, flýr bún með honum til fjalla. Jóhann hefir í Höllu sýnt hina miklu konu. Elsk- bugi hennar er breyskur, útskúfaður ógæfumaður; hún aun honum af sál sinni allri og þekkir engin takmörk fórnar sinnar. Orði sínu og efnum, öllu kastar hún frá sér og flýr með þjófnum, sem hún elskar, upp á öræfin, út úr mannfélaginu, upp í einveruna og óvissuna, þar sem bungur og hrellingar vofa yfir faðmlögum þeirra, þar sem fjár dauðans hangir á þræði yfir beði þeirra. Það, sem guð hefir sameinað, fá mennirnir ekki aðskilið. Kofi þeirra stendur í auðninni, hvítar jökulbungur rísa á alla vegu, en yfir hvelfist kaldur norðurhiminn. Jafnt hið ytra sem innra eru örlög þeirra þrungin ógn og fegurð. Hjalla-Eyvindur er fremsta verk Jóhanns — l*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.