Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 39

Skírnir - 01.01.1920, Side 39
'Skírnir] Elías Lönnrot og Kalevala. 33 að borða, en hún varð að svara hinu sanna, að engin björg væri á heimilinu. Tók Elías litli því mjög rólega, eins og ekkert væri við það að athuga, og svaraði: »Jæja, jseja, gerir ekkert til, eg fer í bækurnar!* Paikkari-klæðskerinn, faðir Elíasar, var greindarkarl, léttur í lund og glaður í skapi, söngnæmur og lék laglega á strengjaspil, lét enda stundum fjúka í kveðlingum, þó helzt við hátiðleg tækifæri. í iðn sinni var hann vel fær. -A- yngri árum hafði honum þótt góður sopinn og enda látið illa við öl. Nú var hann að mestu horfinn frá þeim ésið. Lítt bar hann skilning á barnseðlið eins og það 'birtist hjá Elíasi litla og hafði sízt hugboð um, að ýmis aálareinkenni hans, þau er í ljós komu, og hæfileikar 'ians væru að sumu leyti arfur frá honum sjálfum. Þeg- ■ar rætt var um hinn einkennilega svein, varð karli einatt að orði: »Verði Elías ekki dugandi klæðskeri, þá verður ■aldrei neitt úr honum*. Og klæðskeri skyldi hann verða. Varð hann því snemma að setjast við nálina og hjálpa föður sínum víð sauma ásamt elzta bróður sínum, sem þá var uppkominn og útlærður klæðskerasveinn. En elskur ■að nál og skærum varð Elías ekki, þótt hann reyndi að •gera það sem hann gat. Hugurinn var allur annarstaðar, 'aem sé í bókunum. Karlinn faðir hans hvorki sá þetta ^aé skildi, en Henriki Jóhanni, elzta bróðurnum, duldist það ekki, að Elías litli mundi til annars betur fallinn en klæðasaums. »Elías á að læra« sagði Henrik Jóhann einatt við föður sinn, »hann er skapaður fyrir bækurnar«. Slíkt þótti föðurnum fávitatal. Þó kom þar um siðir, að Hinrik Jóhann hafði fram, það er hann vildi, að Elías litli var settur í skóla, til þess þó að minsta kosti að læra sænsku. En sú skólavera varð skammær. Fátæktin heima fyrir gerði ómögulegt að kosta hann út fyrsta vet- urinn. Varð Elias aftur að hverfa til nálarinnar og skær- anna. En IJinrik Jóhann vildi ekki hverfa. frá fyrirætl- unum sínum um þennan unga bróður sinn, sem hann trúði staðfastlega, að væri af forsjóninni fyrirhugaður til lær- dóms og bókiðna, enda áleit hann sjálfan sig fyrirhugað- 3

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.