1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 2
2
1. MAÍ
legar. Nú sér almenningur hversu danski Moggi er gott heimildarrit. Hvað
mikið má marka hvað hann segir, að minsta kosti þegar verkalýðurinn á
i hlut.
Nú leggur danska dulan alt kapp á að hindra það, að verkafólk taki
þátt í kröfugöngunni í dag. En verkalýðurinn veit hvernig á að svara slíku.
því verður svarað með þvi, að mæta vel. Enginn, karl eða kona, sem til-
heyra verklýðsstjettinni má sitja heima. Enjinn má hugsa sem svo, að ekki
muni um sig einan, og enginn má láta sjer detta það í hug, að nokkuð
það, sem verklýðsfélögin taka sér fyrir hendur, sé tilgangslaust. Mundi kaup-
deilan síðasta hafa fengið svo skjótan enda, ef ekki hefðu allir verkamenn
staðið sem einn maður? Nei, það hefði ekkert fengist fram, en fjöldi manna
verið kúgaðir. f*að standa enn fyrir dyrum samningar ufn kauphækkun við
síldveiðarnar í sumar. Og það, að verkalýðurinn sýni samtök sin í
lagi í dag, hefir mikil áhrif á þá samninga. Það blasir við hræðilegt at-
vinnuleysi hér í sumar, og því þarf að sýna þingi og stjórn hópinn, sem
þeir eru að eyðileggja með dýrtíð og atvinnuleysi. Krefjumst að fá að vinna.
Látum þá háu herra, sem nú ráða yfir landi og lýð sjá, að við krefjumst
þess, að rjettur okkar verði viðurkendur, og að við látum ekki kúga okkur
og kvelja, heldur látum taka tillit til okkar, krefjumst þess, að landinu sé
stjórnað með hag atmennings fyrir augum, en ekki hugsað að eins um hag
nokkurra fárra braskara.
Allir eittl Öll i kröfugönguna!
Áfram með festu og alvöru að seltu marki vitandi það, að samtökin og
réttlœtið sigra. Práinn.
1. MAl
í dag eru liðin þrjátfu og fimm ár frá því, að verkamenn gengu í
fyrsta sinni kröfugöngu fyrir átta stunda vinnutima. Síðan 1890 hafa þeir
helgað 1. maí þessari kröfu sinni og viða fengið henni framgengt. í mörgum
löndum hefir átta stunda vinnutími verið settur sem hámark með lögum.
Hér á landi er þessu öðruvisi varið. Til skamms tima var unnið á ís-
lenskum togurum tvo til þrjá sólarhringa samfleytt, en nú er hámark vinnu-
tímans þar ákveðið 18 stundir á sólarhring. Lög þau er svo mæla fyrir ná
þó ekki til þeirra er landvinnu stunda og er vinnutími þeirra með öllu tak-
markalaus ef þeim sem vinnuna kaupa bíður svo við að horfa. I*ó hefir
um nokkurt skeið haldist sú venja, og þá helst hér í Reykjavík, að menn
hafa unnið í landvinnu 10 — 12 stundir, en oft er brugðið frá þessari venju
ef auðvaldinu, sem vinnuna kaupir, þykir nokkuð undir því komið, að leng-
ur sé unnið, og er þaö helst við afferming eða ferming skipa. Sá er þetta
ritar veit dæmi þess, að fyrir fáum dögum voru menn hér í bænum látnir
vinna yfir 30 stundir í einu. Slikt virðist þó ekki nauðsynlegt er svo margir
ganga atvinnulausir, sem raun er á. Væri nær ef svo mjög liggur á að koma
vinnunni af, að skift væri um menn og myndi þá vinnan betur ganga ef