1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 7
1. MAÍ
7
með börnin. Hún getur ekki alið önu fyrir þeim ein, þarf að leita á náðir
þess sem kallað er sveitin. Ef til viil eru börnin tekin af henni, eða hún og
þau flutt norður á landshorn. Og konan er svift mannréltindum, fær t. d.
ekki að kjósa til þings eða sveitar, og fær ekki einu sinni að ráða hvar hún
eða börnin hennar lenda.
Er ekki von að þeir hrósi sér af mannúðinni þeir herrar, sem nú ráða
lögum og lofum í landi hér?
f*að mætti nefna ótal dæmi þessu lík; og það þarf ekki einu sinni til,
að eginmaður deyji. Það kemur oft fyrir, að verkamenn slasast á sjó eða
landi við vinnu. Hvað biður þeirra? Það nákvæmlega sama. Sveitin. —
Sveitaflutningur. Og í ofanálag svifting allra mannré.ttinda.
Og svo hrópa spekúlantarnir með vömbina út í loftið. Við höfum á-
hættuna!! Við höfum ábyrgðina!! Af okkur er alt heimtaö!!
Áhættan hjá þeim er meðal annars í því fólgin, að ganga um göturnar
og vingsa í kringum sig silfur eða gullbúnu priki. Ef svo er ekki alt eftir
þeirra höfði, þá ota þeir prikinu. — Og þá kemur áhættan!! Það getur sem
sé brotnað. Og ef það brotnar þá hrópa blöðin, sem burgeisarnir ráða;
Lögbrot!! óeirðir!!
Hvílikt að fá ekki að brúka stafinn sinn í friði á verkalýðinn!
Enn hverja æfi á svo landvinnufólk á vertíðinni? Æön sú er ekki
heldur öfundsverð. Verkamenn ganga út dag eftir dag og biðja um að fá að
vinna og fá ekki. Þeir standa kaldir og svangir tíinunum satnan og koma
svo tómhentir heim, margir hverjir. Þeir eiga engan helgidag. Því fáist nokk-
uð að gera er það eins á nótt sem degi. Og jafnvel fremur. Og svo á stór-
hátíðum, sem virka daga. Og svo eru þeir sagðir heimtufrekir og hortugir.
í sveitunum verður einyrkinn að hlaupa frá heimilinu til að reyna að
ná i tekjuauka. Konan og börniu verða að sjá um heimilisstörfin og sig.
Og fóikið í smákauptúnunum verður oft að flækjast landshornanna á milli
í atvinnuleit. Verður að nota árabáta eða lélega vélbáta til sjóferöa og þá
er lífinu oft hætt. Konur standa við að þvo fiskinn, sem fæst á land, oft við
slæma aðbúð og lítii laun. Enn hér skal þessari sönnu enn leiðu lýsingu
hætt, þótt af nógu sé að taka.
Nú skal minnst á aðra starfsemi á þessari vertíð, starfsemi Alþingis-
mannanna. Það vantar ekki fagurgalan og lofoiðin, þegar verið er að tala
við háttvirta kjósendur fyrir kosningar, og því miður láta kjósendur enn
sem komið er alt of margir blekkja sig, þótl merkilegt megi heita, eftir svo
langa og dýra reynslu, sem fengin er af afrekuni þessara stefnulausu manna,
sem ekkert áhugamál eiga annað en að heita þingmenn og hanga utan
í peningavaldinu.
Hvað hefir nú verið gert á þessari vertíð á þinginu?
Það var skift um stjórn eftir lauga mæðu og mikla baráttu, ekki um
stefnu, ekki um málefni, heldur um hvað þeir ættu að heita, sem fengju að
húka í ráðherrastólunum. Þingið hefir ekkert gert til að bæta úr bágum
kjörum almennings. Það hefir ekki hækkað tryggingar sjómanna, það hefir
ekki aukið eftirlitið með þvf, að fólk væri ekki rekið út á ósjófæra mann-
drápsbolla. Það hefir ekki breylt hinum svívirðilegu fátækralögum, sem nú