1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 6

1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 6
6 1. MAÍ stefna. Og því átti þaö að vera svo hættulegt að kjósa jafnaðarmenn. Ef nú að þessum mönnum væri alvara, og þeir væru yfirleitt nokkuð annað en hræsnarar, þá hlyti þetta einhverntíma að sjást af verkum þeirra. því verk þeirra bera ekki vott um að þeim farist að svara öðrum um trúleysi, lítum á stefnurnar. Jafnaðarmenn vilja bæta kjör fátækustu stjett- anna. Jafnaðarmenn vilja að allir hafí það er þeir þurfa, að iillnm sje hjúkrað þegar þeir þurfa. Að allir fái þá meutun, sem er nauðsynleg fyrir lífið. Að mentun fari eftir gáfum en ekki eftir peningum. Að fólkið fái að halda hvildardaginn heilagan, og hvílast um nætur sem vinna á daginn. Ekkert af þessu vilja »burgeisarnir« og síst vilja þeir lofa fólkinu að halda hvíldardaginn helgan. Þeir láta vinna á hvaða stóihátiðisdegi sem er, og yfirleitt vilja þeir láta fólkið vinna þegar það hentar fyrir þá, hvort það er á jólanótt, páskadag eða föstudaginn langa — eða um miðjar nætur eða á sunnudögum. Það láta þessar trúarhetjur 11 sig litlu skitta. Og svo kæra þeir sig heldur ekkert um að fólkið hafi vinnu þar fyrir utan. Nei, bara þeir sjálfir geti grætt i friði þá er sama um hvernig þeim, sem gefa þeim allan gróðann, líður. Nei, góðir hálsar, hæltið að stæra ykkur af trúnni og kær- leikanum til náungans. Og við næstu kosningar gæti ég hugsað að þið yrðuð að láta prest- ana segja eitthvað annað ykkur til hróss, en það, að þið sjeuð í samræmi við trúna. Annars væri skemtilegt að láta þá, þ. e. prestana, sem þið hafið haft í þjónustu ykkar halda nokkrar ræður um, hvernig þið farið að því að halda hvíldardaginn heilagan. Og hvað af verkum ykkar beri mestan vott um trú. Y ertíðarlols. Vetrarvertíðin er að enda, þessi erfiði tími ársins fyrir sjómenn og verkalýð og gróðatími fyrir hina fáu eigendur atvinnutækjanna. Aðeins þeir, er sjómensku hafa stundað, eða stunda, geta gert sér L-bugarlund, hve af- skaplega mikið sjómennirnir leggja í sölurnar. Og fjöldi manna eru svo skammsýnir að skilja ekki það, að sjómennirnir sjálfir og verkalýðurinn eiga að njóta ágóðans — eiga að ráða hvernig þvf fé, er þeir afla er varið. Þeim skilst ekki einu sinni, að þeir þurfi og eigi að hafa sæmileg laun. Þessi ver- tíð, sem svo margar undangengnar, hefir kostað marga vaska drengi lífið. Við vitum, að það eru tugir hraustra drengja sem druknað hafa á þessari vertið, og þó hafa það oft verið fleiri, er mist hafa lífið. Við vitum um fjölda kvenna og barna er mist hafa föður og eiginmann. Og hvernig launar svo þjóðfélagið? Við þekkjum það. Konan og börnin komast á vonarvöl, og eru svift mannréttindum fyrir þær einu sakir (II) að maðurinn lét lífið í þarfir þjóð- félagsins. Góð borgun og mannúðlegl! Samboöin því þjóðfélagsskipulagi, sem við nú lifum undir. Tökum dæmi, kona missir manninn sinn í sjóinn og stendur ein eftir

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.