1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 3
1. MAÍ
3
svo væri til hagað, því enginn mun dirfast að halda þvi fram, að hver mað-
ur afkasti jafn miklu þrítugustu stundina sem hann vinnur erhðisvinnu og
þá fyrstu.
þetta fyrirkomulag vinnunnar er stórkostlega skaðlegt verkamönnum.
t*eir slíta sér út löngu fyrir tímann fyrir svo lágt kaup, að þegar þeir eru
orðnir ófærir til vinnu — sem auðvitað verður mikiu fyr en ella, sökum þessa
óhæfa vinnulags, — geta þeir ekki séð sér og sinum farboða og fá þá þeg-
ar best lætur litilfjörlegan sveitarstyrk og missir allra mannréttinda að eftir-
launum. Þegar auðvaldið er búið að sjúga úr þeim bæði blóð og merg og
breyta þvi í gull, setur það þá á bekk með glæpamönnum eða vitfirringum.
Vitanlega likar auðvaldinu þetta fyrirkomulag, enda er það því í hag
þó meira sé það óbeinlínis en beinlínis. Auðvaldið vili að verkamenn fái
sem minst tóm til þess að hugsa um afstöðu sína í þjóðfélaginu. Því þykir
ekki treystandi á, að verkamenn séu svo skyni skroppnir, að þeir sjái ekki,
að hagsmunamái þeirra eru gagnstæð hagsmunamálum auðvaldsins, ef þeir
aðeins fá tækifæri til umhugsunar, Því er um að gera að láta þá hafa sem
minstan tima til slikra yfirvegana og helst að drepa í þeim allan kraft með
því að borga þeim jafnframt svo léleg laun, að þeir dragi með naumindum
fram lifið og hafi ekki sinnu á neinu öðru en að reyna að treina launin svo
að þeir fái sem best í sig og á. Það veit, að svo fremi verkamenn fá tæki-
færi til að kynna sér að nokkru þjóðfélagsvísindi nútimans og ganginn í
framleiðslunni, muni þeir undir eins sjá, að þeir eru í raun og veru þrælk-
aðir af auðvaldinu, að auðurinn er til orðinn af vinnu þeirra; að þeir fá
sjálfir ekkert af arði vinnunnar, heldur rennur hann allur í vasa þeirra, sem
eiga framleiðslutækin. Þeir munu sjá, að þjóðfjelagið skiftist í tvær stéttir:
verkamenn og vinnukaupendur; að þessar stéttir eru í andstöðu hvor gagn-
vart annari, að þessi andstaða hlýtur að hafa stéttabaráttu í för með sér,
að stéttabaráttan harðnar og eykst eftir því sem þróunin gengur lengra og
endar að lokum með sigri annarar stéttarinnar, sem um leið er óhjákvæmi-
lega ósigur hinnar.
Þegar þeir hafa séð þetta eru þeir ekki lengur í vafa um hvað þeir
eiga að gera til þess að tryggja sér sigurinn. Þeir verða að standa saman
sem einn maður í haráttunni gegn auðvaldinu eins og auðvaldið stendur sem
eiu heild á móti þeim. Þeir mega aldrei víkja hársbreidd fyrir árásum
auðvaldsins hversu harðar sem þær kunna verða, og ef samtökin eru nógu
góð hafa þeir örlög auðvaldsins í hendi sér. Þeir verða að gera sér það Ijóst,
að óvinurinn er sterkur og svífist einskis er hann á um lífið að tefla, að
hann hefir bæði skólana og rikisvaldið með öllum þess stofnunum, lögregiu,
dómstólum o. s. frv, í sínum höndum og hikar ekki við að nota það í sfna
þágu i hvert sinn er honum sýnist svo.
Verkamenn! Verið vakandi fyrir öllu þessu! Eitt af fyrstu atriðunum í
baráttu ykkar er styttur vinnutími án lækkaðra launa. Sýnið i dag að þið
skiljið köliun ykkar! Fyrsti maí á að vera frídagur verkamanna hér á ís-
landi eins og um allan heim. Sumstaðar er hann þegar lögboðinn háliðis-
dagur. Það á hann einnig að verða hér. Snertið ekki á vinnu í dag en sýnið
að þið eruð voldug stétt þó kúguð sé, og mætið allir í kröfugöngu »Alþýðu-