1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 4

1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 4
4 1. MAÍ flokksinsoc, sem fram fer í dag. Hræðist ekki þó þeir sem kaupa vinnu ykkar hóti ykkur hörðu ef þið vinnið ekki, því ef þið eruð allir saintaka geta þeir engu fram komið. Mætið allir og krefjist þess, að vinnutíminn verði styttur með lögum. Fylkið liði og sýnið burgeisunum að af ykkur er engrar vægðar að vænta. Öreignr í öllum löndum, sameinist! Til Dagsbrúnar. Kvæði það, sem hér fer á eftir, var félaginu Dagsbrún sent á 1. sum- ardag, en kom of seint til að vera lesið upp á fundi félagsins þá. — Maí- nefndin tekur það því traustataki tii birtingar og vonar að höf. hafi ekki á móti því, þótt hún ekki viti hver hann er. Lag: Pú söguríka Sviabygð. Sem Ijósblik yfir austurbrún af árdagsbjarmans gullnu rún, sem boðar bjartan dag. Svo fyrirboði okkur er vort unga máttka félag hér í hugann vonarbjarma ber um bættan stéttarbag. Þótt enn þess vænti auðvaldið, samt á því mun nú verða bið fyrst vöknuðum við af blund, að berist þvi sú feginsfrétt að finnist meno í okkar stétt, sem heykjast sinn að heimta rétt, þótt harðsótt verði um stund. Við munum enn þá eymdatíö er örbyrgðin sitt háði stríð meö bljúgri bænarlund, og kysti hendur kúgarans og kraup svo beygð að fótum hans hún komst þá oft i krappan dans á kaldri þrautastund. Gn nú skal öðru afli beitt, með auðmýktinni’ ei vinst þér neitt, þú sterka en hrjáða stétt. Og ber þú djörf þitt höfuð hátt, til hindrunar mun verða fátt ef samtakanna sigurmátt þú sérð og skilur rétt. Er smámenni sér hreykja hátt, og hæða okkar félagsmátt; það hlægir okkar hug. — Við göngum fram þótt göngum seint, þeir geta, ef þeir vilja, reynt, ef ofríki gegn oss er beint hvort okkur brestur dug. Ef viðsýn, djörf og starfsglöð stétt vill standa saman um sinn rétt, það hækkar brátt vorn hag, ef fast og þétt oss fylkjum vér, hver finnur glögt hver skylda’ hans er, þá verður auðvalds árás hver oss efni i sigurbrag. 1. Maí-merki verða seld i dag á götunum, allir verða að kaupa merki. Einnig verða seld bréfspjöld af kröfugöngunni i fyrra. 1. Kröfugöngu á íslandi. Allar ágóði rennur til starfsemi verkalýðsíélaganna.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.