1. maí - Reykjavík - 01.05.1924, Blaðsíða 8
8
1. MAÍ
gilda hér. t*að hefir ekki gert neina tilraun til að losa þjóðina við áfengis-
bölið. Pað hefir ekki hert á landhelgislögunum svo að fátækir menn gælu
haft veiðarfærin sin í friði til að ná sér i björg handa svöngu skilduliði.
Það hefir ekkert gert sem að gagni megi koma til að hækka gengi íslensku
krónunnar og minka dýrtíðina. Pað hefir ekkert gert til að tryggja smærri
framleiðendum það, að þeir fái sannvirði fyrir fiskinn sinn eða síldina, þvert
á móti drap það frumvarp, sem átti að bæta úr þvi. Það hefir ekkert gert
til að bæta úr hinu mikla atvinnuleysi, sem almenningur í sjávarþorpunum
á við að stríða, þvert á móti hefir það aukið það með þvf, að ætla ekkert
á fjárlögunum til verklegra framkvæmda. Pað hefir neitað takmarkaðri rímk-
un á fiskiveiðalöggjöfinni til þess að auka atvinnu og framleiðslu í lardinu.
Það hefir ekkert gert til að koma upp síldarverksmiðju til öryggis við þá
atvinnugrein. Pað hefir ekkert geit til að auka sjúkratryggingar. Ekki minnst
á landsspítalann. En einstaka þingmenn hafa haft á orði að draga úr
þeirri sjúkrahjálp er rikið veitir á Vífilstaðahæli. Enn mætti lengi halda á-
fram að telja það, sem þingið hefir ekki gert, en hefði átt að gera, en hér
skal staðar numið að sinni.
En hváð hefir þá þingið gert, fyrst það hefir svo mjög brugðist því,
sem það átti að gera?
Pað hefir hækkað skatta og tolla, sem þyngst kemur niður á fátækri
alþýðu. Það hefir samþykt eilthvað af nýjum pappirslögum, numið úr gildi
lög, sem samþykt voru á síðasta þingil! o. s. frv. Eitthvað verður að gera
til að leDgja vertíðina. Pá hefir það eytt löngum tíma og ærnu fé til að tala
um að sparal! Enn alt það skraf hefir orðið að ófarnaði. Pað hefir t. d.
ta!að um að afnema nokkur embætti, enn það hefir eytt því, sem svaraði
laununum um eitt ár, enn ekki afnumið embættin!!
Pá hafa hrossakaupin náð hámarkinu nú. Á sama tfma, sem hæst
lætur í sparsemdarlómunum, eru þeir að verzla með embætli, senj kosta tugi
þúsunda. Eftirlaun eru innleidd handa einstaklingum alveg út í bláinn eða
bara af »pólitískum klíkuskap«.
Svona er ástandið á þessari yfirstandandi vertíð þingsins og þessu eru
allir þingmenn samsekir, nema einn, jafnaðarmaðurinn, sem þar situr, en fær
fáu fram komið, sem ekki er heldur von. Og svona verður það þangað til
að Alþýðuffokkurinn fer að eiga sterkan þingflokk og það verður bráðlega.
-fslensk alþýða hlýtur að fara að vakna til meðvitundar um rétl sinn
og mátt. Enskir jafnaðarmenn fara nú með stjórn þar í landi, og nú eru
danskir jafnaðarmenn líka við stjórn þar í landi, og í Rússlandi hefir al-
þýðan ráðið siðustu 6 árin. í dag gengur stjórn Bretlands í broddi fylking-
ar í kröfugöngu verkalýðsins. f dag gerir ríkisstjórn Dana hið sama. í Rúss-
landi er lögskipaður frídagur. Hve nær getum við fagnað sama sigri. Pví
fyr þess belra. Við færumst altaf nær og nær því takmarki. Verum sókn-
hörö og samtaka og sigurinn er vís. F. G.
Kröfiigöngnnefnd 1. Muf 15)24: Felix Guðmundsson, form. Rósinkrans ívarsson, ritari,
Guðm. Oddsson, gjaldkeri. Sigrún Tómasdóttir, Sigurður Guðmundsson.
ReykjavtU — Prentsmlðjan Gutenberg h.f. — 1924.