Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Page 6
4
Sam&ming alþýðunnar
Þuríður Friðriksdótlir:
Fyrsti maí
Þegar ég heyri þessi orð, detta mér
jafnan 1 hug hinar gullfallegu vísur
Þorsteins Erl'ngssonar, þar sem hann
fagnar 1. maí, langþráðu vori, — lofar
þröstunum, vinum sínum, sumri — loks-
ins eftir allan ís og hret. »Þá er stundin«.
Var það ekki eitthvað í. undirvitund
þessa ódauðlega skálds og jafnaðar-
manns, sem blés honum; því í brjóst, að
einimitt. þessi dagur yrði helgaður öreig-
um allra landa, að hin kúgaða stétt
fylkti liði gegn arðráni. kapitalismans,
— heimtaði rétt sinn, meiri atvinnu,
hærra kaup, hollar íbúðir, meiri fræðsiu,
réttlátt þjóðskipulag.
Veturinn ræður ríkjum;.. Hvernig get-
um við unað við það ástand, sem nú rí.k-
ir meðal okkar, að nokkrir menn lifa í
auði og óhófi, en alþýðan, mikill meiri
hluti þjóðarinnar, berst í bökkurn eða
lifir í sárustu neyð?
Á þessum hátíð:s- og kröfudegi alþýð-
unnar skal kjörorð ckkar vera: Sundr-
ung víki, sameining ríki.
Því að sannleikurinn er og verður,
að enginn munur finnst á Alþýðuflokks-
manni og kommúnista, þega,r báðir
vinna að sama marki, sigri, sósíalismans
á lýðræðisgrundvelli. öreiginn hefur allt
að vinna, en engu að tapa nema, hlekkj-
unum.
Fyrsti maí!
færðu osb í d:ag:
Frelsi, eining,
kærleik, bræðralag.
fylkingarmanna að gera það, sem auðið
er, til þess að lækna sjúklega úlfúð og
fexrtryggni, sem skapazt, hefur á síðústu
árum milli ýmsra góðra manna, sem í
verunni eiga, sam.leið, slétta úr ýmsum
ójöfnum, sem, koma í veg fyrir, að þjóð-
hollir kraftar geti sameinazt um lausn
hinna mikilvægustu velferðarmála.
Sú stjórnmálabarátta, sem, gerir fram-
tak einstaklingsins til einkaauðsöfnunar
og arðnýtingar á annarra vinnukrafti að
takmarki. og gleðiboðskap, er aðeins til-
raun til að vekja upp dra,ug frá fortíð-
inni og hlýtur á þessari öld að særa fram
gegn sér alla heilbrigða krafta, svo fremi
þeir njóti frelsis í landinu, það er róð-
ur gegn aldarandanum, gegn straumi
tímans, gegn siðgæðistilfinningu þess
mannkyns’,, sem nú er uppi. En það fram-
tak einstaklingsins', sem, leyft er að njóta
sín í skynsamlegu hlutfalli við umráð og
eignarétt almennings á framleiðslugögn-
unum, getur á tí.mamótum, eins og þeim,
er vér stöndum á, verið eðlilegur þáttur
í þróuninni. f öllum flokkum eru menn,
sem er þetta ljóst. Hið háleita, hlutverk
okkar samfylkingarmanna er að sam-
eina alla þjóðholla krafta, s etta þá og
skipuleggja til sem, jákvæðastrar starf-
semi í þágu almennings í. landinu.