Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 3

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 3
SAIMIEIHING ALÞÝÐUNNAR ^ófiannes úr TCöífum) lívöfuganga. Þúsund-þúsund glaðir geislar ganga í takt frá Sólarborg, og í beinum, rauðum röðum renna loftsins bláu torg. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með Dag, hans bros og birtu! Burt með Nótt og hennar sorg! Þúsund-þúsund glaðir geislar gliti varpa á kalinn svörð, — strá úr lófum ást og yndi yfir hina særðu jörð. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með blessað, blessað vorið! Burt með vetrarélin grá! Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með blómin, blöð og leggi! Burt með klakaspjótin hörð! Þúsund-þúsund glaðir geislar grátna strjúka fjallsins brá, verma hjörtun, verma heiminn, vígi dauðans ráðast á. Maí-geislar þúsund-þúsund þreyttra manna ylja geð, — leifturhraðir Ijómafingur lengra ná en verður séð. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Hulduiaddir hvísla í eyra: Heyrðu, bróðir! Vertu með!

x

Sameining alþýðunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.