Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Page 3

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Page 3
SAIMIEIHING ALÞÝÐUNNAR ^ófiannes úr TCöífum) lívöfuganga. Þúsund-þúsund glaðir geislar ganga í takt frá Sólarborg, og í beinum, rauðum röðum renna loftsins bláu torg. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með Dag, hans bros og birtu! Burt með Nótt og hennar sorg! Þúsund-þúsund glaðir geislar gliti varpa á kalinn svörð, — strá úr lófum ást og yndi yfir hina særðu jörð. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með blessað, blessað vorið! Burt með vetrarélin grá! Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Upp með blómin, blöð og leggi! Burt með klakaspjótin hörð! Þúsund-þúsund glaðir geislar grátna strjúka fjallsins brá, verma hjörtun, verma heiminn, vígi dauðans ráðast á. Maí-geislar þúsund-þúsund þreyttra manna ylja geð, — leifturhraðir Ijómafingur lengra ná en verður séð. Kliðmjúk Ijóssins kröfuganga. Hulduiaddir hvísla í eyra: Heyrðu, bróðir! Vertu með!

x

Sameining alþýðunnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.